Með 78 karton í farangrinum

Það komst fátt annað í tösku mannsins en tóbakið.
Það komst fátt annað í tösku mannsins en tóbakið. Embætti tollstjóra

Toll­verðir í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar hald­lögðu fyrr í þess­um mánuði 78 kart­on af síga­rett­um sem karl­maður á þrítugs­aldri var með í far­angri sín­um.

Maður­inn var að koma frá Kaunas í Lit­há­en þegar hann var stöðvaður við hefðbundið eft­ir­lit. Sé miðað við meðal­út­sölu­verð á síga­rett­um í dag nem­ur verðmæti smyglvarn­ings­ins nærri einni millj­ón króna, sam­kvæmt frétt frá embætti toll­stjóra.

Fimm flug­f­arþegar til viðbót­ar hafa orðið upp­vís­ir að því að reyna að smygla tób­aki inn í landið á und­an­förn­um vik­um en ekki í nánd­ar nærri eins mikl­um mæli og þessi maður.

Tollverðir lögðu hald á mikið magn af tóbaki nýverið.
Toll­verðir lögðu hald á mikið magn af tób­aki ný­verið.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert