Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar haldlögðu fyrr í þessum mánuði 78 karton af sígarettum sem karlmaður á þrítugsaldri var með í farangri sínum.
Maðurinn var að koma frá Kaunas í Litháen þegar hann var stöðvaður við hefðbundið eftirlit. Sé miðað við meðalútsöluverð á sígarettum í dag nemur verðmæti smyglvarningsins nærri einni milljón króna, samkvæmt frétt frá embætti tollstjóra.
Fimm flugfarþegar til viðbótar hafa orðið uppvísir að því að reyna að smygla tóbaki inn í landið á undanförnum vikum en ekki í nándar nærri eins miklum mæli og þessi maður.