Sveinbjörg mætti ekki og Dagur á ráðstefnu

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.

Starfsdagur borgarstjórnar hófst í Gufunesi í morgun og mun standa yfir í dag. Hvorki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri né Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi mættu til fundarins í morgun en bæði höfðu þau boðað komu sína á starfsdaginn.

Frétt leiðrétt klukkan 11:56 

Samkvæmt upplýsingum frá Ráðhúsi Reykjavíkur er Dagur staddur á lýðheilsuráðstefnu í Álaborg og hafði hann upplýst um það fyrir fundinn að því miður sæi hann sér ekki fært að mæta á vinnufundinn. Lá þetta fyrir í borgarstjórn töluvert áður en til fundarins kom. 

Hvorugt þeirra hafði mætt tæpum klukkutíma eftir að fundarhöld hófust klukkan 10 í morgun. 

Sveinbjörg Birna hætti í Framsóknarflokknum í gær og ákvað að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils.

Hún hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði fram fyrir annað stjórnmálaafl í næstu borgarstjórnarkosningum.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sagði í samtali við mbl.is í gær að ákvörðun Sveinbjargar Birnu hafi ekki komið sér á óvart.

Uppfært kl. 13.42:

Sveinbjörg Birna mætti seinna á starfsdaginn er til stóð, eða laust fyrir klukkan ellefu í morgun.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Hanna
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert