Eldur í kísilveri United Silicon

Ker sem verið var að fylla á í kísilveri United …
Ker sem verið var að fylla á í kísilveri United Silicon yfirfylltist og heitur málmurinn rann út á gólfið.

Eld­ur kom upp í kís­il­veri United Silcon um eitt­leytið í dag. Að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um lak heit­ur kís­il­málm­ur niður á gólf þegar ker sem verið var að fylla á yf­ir­fyllt­ist.

Er þetta sam­bæri­legt at­vik og kom upp þegar júlí, þegar slökkva þurfti á ljós­boga­ofn­in­um og hann var ekki ræst­ur aft­ur eft­ir viðgerðir fyrr en rúm­um mánuði síðar.

Að sögn Bruna­varna Suður­nesja þá var búið að keyra ofn­inn upp hægt og ró­lega und­an­farna daga. Í dag opnuðust hins veg­ar lok­ar í ker­inu með þeim af­leiðing­um að heit­ur málm­ur rann úr ker­inu og út á gólf.

Eng­inn slys urðu á fólki og hætt­an var liðin hjá er Bruna­varn­ir Suður­nesja komu á staðinn.

Verður þrýst­ing­ur nú lækkaður á ofn­in­um að nýju og efnið sem fór út á gólfið kælt niður.

Nú fyrr í vik­unni var greint frá því að Um­hverf­is­stofn­un hafi til­kynnt United Silcon að hún muni stöðva rekst­ur kís­il­verk­smiðjunn­ar, komi til þess að slökkt verði á ofni verk­smiðjunn­ar leng­ur en í klukku­stund eða ef afl hans fer und­ir tíu mega­vött.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert