Hótelgeirinn á krossgötum

Grunnur lagður að Marriott-hóteli í Reykjavík. Styrking krónunnar hefur áhrif …
Grunnur lagður að Marriott-hóteli í Reykjavík. Styrking krónunnar hefur áhrif á hótelmarkaðinn. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Vís­bend­ing­ar eru um að fjár­fest­ing í hót­el­um verði tug­um millj­arða króna minni en fjár­fest­ar höfðu áformað. Styrk­ing krón­unn­ar og hækk­andi verðlag á Íslandi veg­ur þar þungt.

Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins Reg­ins, seg­ir hót­el­markaðinn yf­ir­verðlagðan. Framund­an sé aðlög­un­ar­tími, draga muni úr spennu á markaðnum. Örvænt­ing hafi gripið um sig á markaði í vor þegar vænt­ing­ar um hraðan vöxt ferðaþjón­ustu brugðust.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Garðar Hann­es Friðjóns­son, for­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins Eik­ar, mikla styrk­ingu krón­unn­ar á fyrri hluta árs hafa kælt hót­el­markaðinn. Fjár­fest­ar séu orðnir var­kár­ari við út­lán til ferðageir­ans. Það rím­ar við grein­ingu heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðsins í fjár­mála­kerf­inu. Þeir segja að sum hót­el­verk­efni þyki nú of áhættu­söm. Láns­fé fá­ist ekki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka