Hótelgeirinn á krossgötum

Grunnur lagður að Marriott-hóteli í Reykjavík. Styrking krónunnar hefur áhrif …
Grunnur lagður að Marriott-hóteli í Reykjavík. Styrking krónunnar hefur áhrif á hótelmarkaðinn. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Vísbendingar eru um að fjárfesting í hótelum verði tugum milljarða króna minni en fjárfestar höfðu áformað. Styrking krónunnar og hækkandi verðlag á Íslandi vegur þar þungt.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, segir hótelmarkaðinn yfirverðlagðan. Framundan sé aðlögunartími, draga muni úr spennu á markaðnum. Örvænting hafi gripið um sig á markaði í vor þegar væntingar um hraðan vöxt ferðaþjónustu brugðust.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fasteignafélagsins Eikar, mikla styrkingu krónunnar á fyrri hluta árs hafa kælt hótelmarkaðinn. Fjárfestar séu orðnir varkárari við útlán til ferðageirans. Það rímar við greiningu heimildarmanna Morgunblaðsins í fjármálakerfinu. Þeir segja að sum hótelverkefni þyki nú of áhættusöm. Lánsfé fáist ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert