„Skemmtið ykkur vel og kaupiði sem mest“

00:00
00:00

Versl­un sænska tísk­uris­ans H&M opnaði með pompi og prakt í Smáralind í dag. Plötu­snúður þeytti skíf­un­um á meðan fjöldi fólks beið átekta eft­ir að kom­ast inn í versl­un­ina sem loks er kom­in til lands­ins. Starfs­fólk versl­un­ar­inn­ar tók nokk­ur dans­spor fyr­ir fram­an versl­un­ina rétt áður en opnaði, venju sam­kvæmt, en alls standa 87 starfs­menn vakt­ina í dag.

Þá af­hendu yf­ir­menn versl­un­ar­keðjunn­ar fyrstu þrem­ur viðskipta­vin­un­um gjafa­bréf að verðmæti 10.000 til 25.000 krón­ur áður en þeir loks klipptu á rauða borðann með form­leg­um hætti. „Skemmtið ykk­ur vel og kaupið sem mest,“ sögðu þær Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir og Júlí­ana Sara Gunn­ars­dótt­ir, rétt áður en viðskipta­vin­ir tóku að streyma inn í versl­un­ina, en þær voru kynn­ar við opn­un­ar­at­höfn­ina.

Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi, Lovísa …
Fil­ip Ekvall, svæðis­stjóri H&M í Nor­egi og á Íslandi, Lovísa Guðmunds­dótt­ir, versl­un­ar­stjóri H&M í Smáralind og Karl-Joh­an Pers­son, for­stjóri H&M-sam­stæðunn­ar, klippa á borðann. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Attach­ment: "Opn­un H&M" nr. 10361

„Við erum ánægðir að koma með þessa versl­un til Íslands. Við erum greini­lega með sterk­an viðskipta­vina­hóp, en með þessu fær­um við búðirn­ar nær þeim hóp. Aðgengi fyr­ir alla Íslend­inga er okk­ur mik­il­vægt,“ sagði Fil­ip Ekvall, svæðis­stjóri H&M í Nor­egi og á Íslandi, í sam­tali við mbl.is í morg­un. Þá sagði Karl-Joh­an Pers­son, for­stjóri H&M-sam­stæðunn­ar að til greina komi að opna fleiri versl­an­ir úr röðum sam­stæðunn­ar hér á landi.

Kjartan Gunnar Jónsson slysaðist inn í H&M á fyrsta degi.
Kjart­an Gunn­ar Jóns­son slysaðist inn í H&M á fyrsta degi. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Mætt fyrsta dag­inn fyr­ir slysni og for­vitni

„Ég er hérna bara fyr­ir slysni. Við erum að fara í brúðkaup á eft­ir og maður er að drepa tím­ann bara,“ seg­ir Kjart­an Gunn­ar Jóns­son í sam­tali við mbl.is. Kjart­an Gunn­ar er meðal fyrstu viðskipta­vina H&M á Íslandi en hann kveðst hafa beðið í röðinni í um það bil klukku­stund áður en hon­um var hleypt inn.

„Bara mjög vel, miðað við aðrar búðir þá finnst mér þetta mjög sann­gjarnt bara,“ seg­ir Kjart­an spurður hvernig hon­um hugn­ast verðlagið í versl­un­inni. Hann seg­ir aldrei að vita nema að hann finni sér föt fyr­ir brúðkaupið í versl­un­inni en hann hafði þegar fundið nokkr­ar flík­ur sem hon­um leist vel á, bæði fyr­ir sig og mág sinn sem hann var að versla fyr­ir í leiðinni.

Jenný Jensdóttir ætlar bara að versla í H&M ef hún …
Jenný Jens­dótt­ir ætl­ar bara að versla í H&M ef hún sér eitt­hvað sem henni lík­ar. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Jenný Jens­dótt­ir beið einnig í um það bil klukku­stund eft­ir að kom­ast inn í versl­un­ina og leist ágæt­lega á.

„Ég er bara hér fyr­ir for­vitni. Ég bara kaupi ef ég sé eitt­hvað sem mér lýst á,“ seg­ir Jenný sem kveðst ekki vera neinn sér­stak­ur aðdá­andi keðjunn­ar en hún hafi þó hingað til stund­um verslað þar þegar hún er stödd á Spáni. Nú er þess ekki leng­ur þörf þegar versl­un­in er kom­in hingað til lands.

Lovísa Guðmundsdóttir, verslunarstjóri H&M í Smáralind afhendir fyrsta viðskiptavininum, Freydísi …
Lovísa Guðmunds­dótt­ir, versl­un­ar­stjóri H&M í Smáralind af­hend­ir fyrsta viðskipta­vin­in­um, Frey­dísi Björgu Ottós­dótt­ur, 25.000 króna gjafa­bréf í versl­un­ina. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
Röðin var löng beggja vegna rúllustigans í Smáralind.
Röðin var löng beggja vegna rúllu­stig­ans í Smáralind. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
Starfsfólk tekur fagnandi á móti viðskiptavinum.
Starfs­fólk tek­ur fagn­andi á móti viðskipta­vin­um. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
Freydís var fyrst inn.
Frey­dís var fyrst inn. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
Fyrsta hollið hleypur inn í H&M.
Fyrsta hollið hleyp­ur inn í H&M. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
Opnunardansinn er fastur liður við opnun nýrrar verslunar H&M.
Opn­un­ar­dans­inn er fast­ur liður við opn­un nýrr­ar versl­un­ar H&M. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
87 starfsmenn stóðu vaktina í dag.
87 starfs­menn stóðu vakt­ina í dag. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson
Röðin fyrir utan H&M.
Röðin fyr­ir utan H&M. mbl.is/Ó​feig­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Jón­as Ómar Snorra­son: Rugl
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert