Höfðu afskipti af manni með sverð

mbl.is/Þórður

Lög­regla hafði af­skipti af manni með sverð í miðbæn­um laust fyr­ir miðnætti í nótt. Sverðið var hald­lagt fyr­ir rann­sókn en maður­inn kom síðar í port lög­reglu­stöðvar við Hverf­is­götu, var með ónæði og vildi ekki fara að fyr­ir­mæl­um lög­reglu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu lög­reglu.

Maður­inn var vistaður fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Fyrr í gær­kvöldi var bif­reið stöðvuð á Hafn­ar­fjarðar­vegi. Ökumaður­inn er grunaður um akst­ur bif­reiðar und­ir áhrif­um fíkni­efna, hafði aldrei öðlast öku­rétt­indi og neitaði að segja til nafns er hann var spurður af lög­reglu. Maður­inn var vistaður fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Þá var til­kynnt um um­ferðaró­happ afstungu í Hafnar­f­irði í gær­kvöldi. Tjón­vald­ur var hand­tek­inn skömmu síðar, grunaður um ölv­un við akst­ur en hann hef­ur aldrei öðlast öku­rétt­indi. Hann var vistaður fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert