Hálendisvaktin lengd og 2.000 verkefnum sinnt í ár

Ekið yfir jökulkvíslina sem er örskammt frá Landmannalaugum.
Ekið yfir jökulkvíslina sem er örskammt frá Landmannalaugum. mbl.is/Sigurður Bogi

Björgunarsveitarmenn sem sinnt hafa Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í sumar hafa sinnt nærri 2.000 verkefnum.

Um fjórðungur þeirra er aðhlynning slasaðra, leit og bráðamál en oftast eru úrlausnarefni þó léttvægari, svo sem að aðstoða ökumenn, vísa fólki til vegar, skutla hröktum milli staða og svo framvegis, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fyrstu menn fóru til fjalla í lok júní og þeir síðustu halda heim í byrjun september. Vaktin nú stendur um það bil einni viku lengur í hvorn enda en verið hefur. Talsmaður björgunarsveitanna segir að með auknum fjármunum frá hinu opinbera sé þetta hægt og mikilvægi öflugrar gæslu á fjöllum sé óumdeilt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert