Ráðgjafarfyrirtækið Analytica hefur niðurfært hagvaxtarspá í ár úr 6% niður í 4,5-5,2%. Ástæðan er minni vöxtur ferðaþjónustu en spáð var.
Með því fylgir Analytica í kjölfar Seðlabankans sem niðurfærði hagvaxtarspá sína í síðustu viku. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir vísbendingar um að toppur hagsveiflunnar verði fyrr en talið var. Hagvöxtur næsta árs geti farið niður í 2,5%. Það yrði kólnun.
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að útlit sé fyrir minni hagvexti í ár og næstu ár en spáð var. „Greiningaraðilar eru að færa niður spár um hagvöxtinn. Vöxtur ferðaþjónustu í ár hefur ekki verið jafn mikill og spáð var.“