Drifkraftar gefa eftir

Hagsveiflan verður minni en áður var spáð.
Hagsveiflan verður minni en áður var spáð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Ana­lytica hef­ur niður­fært hag­vaxt­ar­spá í ár úr 6% niður í 4,5-5,2%. Ástæðan er minni vöxt­ur ferðaþjón­ustu en spáð var.

Með því fylg­ir Ana­lytica í kjöl­far Seðlabank­ans sem niður­færði hag­vaxt­ar­spá sína í síðustu viku. Yngvi Harðar­son, hag­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri Ana­lytica, seg­ir vís­bend­ing­ar um að topp­ur hagsveifl­unn­ar verði fyrr en talið var. Hag­vöxt­ur næsta árs geti farið niður í 2,5%. Það yrði kóln­un.

Ingólf­ur Bend­er, hag­fræðing­ur Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að út­lit sé fyr­ir minni hag­vexti í ár og næstu ár en spáð var. „Grein­ing­araðilar eru að færa niður spár um hag­vöxt­inn. Vöxt­ur ferðaþjón­ustu í ár hef­ur ekki verið jafn mik­ill og spáð var.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert