„Mönnum er refsað í bótakerfinu“

Fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson.
Fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson. Eggert Jóhannesson

„Þessi niðurstaða kom mér ekki mikið á óvart. Tvennt kem­ur til. Al­mennt hef­ur tek­ist að hækka laun þeirra tekjuminnstu en það er líka þekkt að skatt­leys­is­mörk­in hafa ekki alltaf fylgt verðlagsþróun.“ Þetta seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í sam­tali við mbl.is.

Skatt­byrði hef­ur frá ár­inu 1998 auk­ist mest hjá þeim tekju­lægstu að því er fram kem­ur í nýrri skýrslu ASÍ. Í henni kem­ur fram, eins og Bene­dikt seg­ir, að per­sónu­afslátt­ur hafi ekki fylgt launaþróun. Þá hafi stuðning­ur vaxta­bóta­kerf­is­ins minnkað veru­lega. Fram kem­ur að barna­bóta­kerfið sé veikt og það dragi ein­göngu úr skatt­byrði ein­stæðra for­eldra og para sem hafa mjög lág­ar tekj­ur.

Í skýrslu ASÍ er bent á að skattbyrði þeirra tekjulægstu …
Í skýrslu ASÍ er bent á að skatt­byrði þeirra tekju­lægstu hafi auk­ist mest. Gylfi Arn­björns­son er for­seti ASÍ. Eggert Jó­hann­es­son

Bene­dikt seg­ir að þetta hafi legið fyr­ir lengi. Hann bend­ir á að tveim­ur nefnd­um hafi í hans tíð verið falið að skoða hvort haga mætti bóta­kerf­inu – og skatt­kerf­inu sjálfu – með öðrum hætti. „Þetta eru hug­mynd­ir sem komu fyrst upp hjá AGS [Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum, innsk. blm] og voru svo tekn­ar upp á veg­um sam­ráðsvett­vangs um aukna hag­sæld og fela í sér að per­sónu­afslátt­ur er hæst­ur fyr­ir þá sem lægstu laun­in hafa og fer svo stig­lækk­andi.“

Hvati til að afla meiri tekna

Hann seg­ist vilja skoða hver áhrif­in yrðu af þess­um breyt­ing­um. Í nú­ver­andi skatt­kerfi leyn­ist fá­tækt­ar­gildr­ur „þar sem fólk bæt­ir við sig í laun­um en ráðstöf­un­ar­tekj­urn­ar aukast ekki neitt. Mönn­um er refsað í bóta­kerf­inu.“ Hann vill bíða niður­stöðu nefnd­anna, sem eiga að skila af sér í nóv­em­ber, til að sjá hvort hægt sé að kom­ast hjá þessu.

Spurður hvort til standi að eiga við per­sónu­afslátt­inn í kom­andi fjár­laga­frum­varpi seg­ist Bene­dikt ekki eiga von á mikl­um breyt­ing­um. „Ef við fær­um skatt­byrðina þá lækk­ar hún hjá ein­hverj­um en hækk­ar hjá öðrum. Meg­in­mark­miðið væri í mín­um huga að reyna að auka hvata fólks til að afla sér meiri tekna. Það held ég að skipti máli, sem og að reyna að forðast að vera með bóta­kerfi sem refs­ar fólki fyr­ir að afla sér tekna.“

Græn­ir skatt­ar

Hann seg­ir að helstu breyt­ing­arn­ar sem gerðar verði á skatt­kerf­inu á næst­unni verði að kol­efn­is­gjöld og álög­ur á dísi­lol­íu munu hækka. Þá hef­ur Bene­dikt sagt að hann vilji að skatta­afslátt­ur af inn­flutn­ingi á raf­bíl­um verði lát­inn gilda til þriggja ára í senn, en ekki eins árs.

„En það er eng­in bylt­ing boðuð á skatt­kerf­inu núna. En ef niðurstaðan verður að þess­ar hug­mynd­ir sem verið er að skoða séu skyn­sam­leg­ar þá myndu viðamikl­ar breyt­ing­ar sem þær kalla meiri und­ir­bún­ing en nokkr­ar vik­ur,“ seg­ir hann og vís­ar í að um miðjan næsta mánuð verði fjár­laga­frum­varp næsta árs kynnt. „Þessi hug­mynd heillaði mig nóg til að vilja skoða málið bet­ur. En við verðum líka að passa að flana ekki að neinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert