Áslaug Arna biðst afsökunar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður alls­herj­ar- og mennta­mál­nefnd­ar, baðst fyrr í dag af­sök­un­ar á því að hafa óskað eft­ir slóð á ólög­legt streymi fyr­ir bar­daga Floyd Maywe­ather og Con­or McGreg­or.

Bar­dag­inn fór fram aðfaranótt sunnu­dags og spurði Áslaug Arna að því á Twitter hvort ein­hver væri með streymi handa henni að bar­dag­an­um. Bar­dag­inn var sýnd­ur í beinni út­send­ingu á Stöð 2 sport og þá var einnig hægt að kaupa áskrift hjá Sím­an­um sem veitti aðgang að bar­dag­an­um.

Ég gerði mis­tök og biðst vel­v­irðing­ar á því. Stund­um þegar mikið ligg­ur við þá leit­ar maður langt yfir skammt, kannski hvat­vísi en alla vega hugs­un­ar­leysi. Ég veit bet­ur en get bara beðist af­sök­un­ar. Mér skilst að ég hafi misst af góðum bar­daga,“ skrifaði þingmaður­inn á Face­book-síðu sína í há­deg­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert