Setstallar úr sjónsteypu á Klambratún

Setstallarnir sem verið er að byggja við nýtt torg á Klambratúni eru gerðir úr sjónsteypu en hún er eitt helsta einkenni Kjarvalsstaða. Framkvæmdir eru í fullum gangi en áætlanir gera ráð fyrir að torgið verði tilbúið í næsta mánuði.

Torgið sem er hannað af Landslagi arkitektum er þannig hannað með hliðsjón af safninu sem var teiknað af Hannesi Kristni Davíðssyni og er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir tilkomu torgsins tengja safnið betur við Klambratún og að í framtíðinni muni það verða nýtt í starfsemi safnsins.

mbl.is kom við á Klambratúni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka