Hótunartónn slæmt upphaf

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst það ekki gott upphaf á samtalinu í aðdraganda þessara samninga að byrja með einhvers konar hótunartóni,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra inntur eftir viðbrögðum við ummælum Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í Morgunblaðinu í gær.

Þar sagði hann það stefnu sambandsins að miða ekki við stöðuna í hagkerfinu í kröfugerð í kjarasamningum. Krafist yrði sömu launahækkana og hjá kjararáði. Bjarni segir það lagaskyldu kjararáðs að tryggja þeim sem undir það falla sambærilega launaþróun og annarra sem gegni viðlíka ábyrgð.

„Gylfi getur teflt fram þeirri skoðun að ráðið hafi brugðist þessari lagaskyldu sinni og tekið vinnumarkaðinn í uppnám út af því. Ég sé ekki að það sé til framfara í þeirri lotu sem er framundan,“ sagði Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert