Slæm staða blasir við bændum

Brúnaþungir bændur funda á Blönduósi.
Brúnaþungir bændur funda á Blönduósi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sauðfjárbændur voru þungir á brún á fundi um stöðu og málefni sauðfjárbænda sem fram fór á Blönduósi í gærkvöldi. Fyrirhuguð skerðing sláturleyfishafa á afurðaverði er talin geta valdið allt að 56% launalækkun hjá bændum.

Bændur voru afar ósáttir við ákvörðun sláturleyfishafa. Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, lagði til að tekin yrði upp að nýju útflutningsskylda sem var afnumin árið 2008. Hann sagði það fyrst og fremst vera til að koma í veg fyrir offramboð lambakjöts á Íslandsmarkaði.

Bóndi á fundinum gagnrýndi harðlega sláturleyfishafa fyrir að hafa ekki gert nægilega mikið fyrir innanlandsmarkað. Hrósaði þeim fyrir átak og árangur á erlendum mörkuðum en sagði að innlendir markaðir hefðu setið eftir og hlaut mikið lófatak fyrir. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var viðstaddur og sagði að stjórnvöld hefðu ekkert annað val en að koma að þessu máli og stuðla að lausn, að því er fram kemur í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert