Netverslun margfaldast

Með aukinni netverslun aukast umsvif hjá póstinum.
Með aukinni netverslun aukast umsvif hjá póstinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mánaðarleg velta innlendrar netverslunar hjá Borgun stefnir í rúma þrjá milljarða á haustmánuðum. Það yrði þreföldun frá janúar 2015.

Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, áætlar þetta að beiðni Morgunblaðsins. Ársveltan hjá Borgun gæti því farið yfir 36 milljarða á næsta ári.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, samningum félagsins vegna netviðskipta á Íslandi hafa fjölgað um 70% milli ára. Þ.e. samningum um netverslun í gegnum Valitor. „Það er greinilegt að netverslun á Íslandi er að taka við sér. Hún er að mæta aukinni samkeppni frá útlöndum. Verslun á Íslandi fær sífellt stærri hluta af þessari dreifileið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert