Gekk berserksgang í Skeifunni

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning skömmu fyrir miðnætti um mann sem væri að ganga berserksgang í Skeifunni. Bæði á veitingastað og í verslunum. 

Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglunnar og verður yfirheyrður í dag en auk þess að vinna skemmdir á veitingastaðnum er hann grunaður um þjófnað í einni versluninni.

Skömmu síðar var maður handtekinn í Kvosinni en hann hafði látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og öðrum munum sem urðu á hans vegi. Maðurinn hans gistir fangageymslur en málið verður afgreitt með sektargreiðslu.

Um miðnætti var maður handtekinn í miðborginni vegna ástands hans.  Fíkniefni fundust á manninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert