Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir það vera ómannúðlegt að vísa nígerísku stúlkunni Mary og hinni afgönsku Hanyie úr landi.
Kærunefnd útlendingamála hefur úrskurðað að fjölskyldur þeirra fái ekki hæli hér á landi.
„Það verður að gera kröfu um það í siðmenntuðu landi að sérstaklega skuli horft til barna sem hingað koma á flótta,“ skrifar Logi á Facebook-síðu sína.
„Það er ómannúðlegt að taka ekki þessum litlu stelpum opnum örmum, veita þeim öryggi, gera þeim kleift að blómstra og auðga samfélagið okkar.“