„Ómannúðlegt“ að vísa þeim úr landi

Mary og Hanyie.
Mary og Hanyie. Samsett mynd

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir það vera ómannúðlegt að vísa níg­er­ísku stúlk­unni Mary og hinni af­gönsku Hanyie úr landi.

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hef­ur úr­sk­urðað að fjöl­skyld­ur þeirra fái ekki hæli hér á landi.

„Það verður að gera kröfu um það í siðmenntuðu landi að sér­stak­lega skuli horft til barna sem hingað koma á flótta,“ skrif­ar Logi á Face­book-síðu sína.

„Það er ómannúðlegt að taka ekki þess­um litlu stelp­um opn­um örm­um, veita þeim ör­yggi, gera þeim kleift að blómstra og auðga sam­fé­lagið okk­ar.“

 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert