Útlit jólatrjánna skiptir höfuðmáli

Það skiptir miklu máli að barrið haldist á yfir jólahátíðina.
Það skiptir miklu máli að barrið haldist á yfir jólahátíðina. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er verulega alþjóðlegt, það er hérna fólk frá Suður-Kóreu og Ástralíu,“ segir Brynjar Skúlason, sérfræðingur í skógerfðafræði, um alþjóðlega jólatrjáaráðstefnu sem haldin er á Mógilsá í vikunni.

Þar kemur á fjórða tug sérfræðinga á sviði jólatrjáarannsókna saman og fjallar um ýmsa þætti ræktunarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um ráðstefnu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Meðal umfjöllunarefna eru kynbætur á trjátegundum, ræktunaraðferðir, meindýr og sjúkdómar, auk annars. Ráðstefnan er á vegum IUFRO, alþjóðasamtaka rannsóknastofnana í skógvísindum, og er hún nú haldin á Íslandi í fyrsta sinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert