Hættir störfum á 50 ára starfsafmæli

Þorgerður Ingólfsdóttir lætur af störfum sem kórstjóri Kórs Menntaskólans við …
Þorgerður Ingólfsdóttir lætur af störfum sem kórstjóri Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð í haust eftir 50 ára farsælt starf. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórsins, lætur af störfum í haust eftir 50 ára farsælt starf sem kórstjóri við skólann.

Staða kórstjóra hefur verið auglýst á vef stjórnarráðsins þar sem óskað er eftir að nýr kórstjóri geti hafið störf 1. nóvember næstkomandi. 

Þorgerður stofnaði kórinn haustið 1967 þegar Menntaskólinn við Hamrahlíð hafði starfað í um það bil eitt ár. Þorgerður er brautskráður söngkennari frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og lauk hún einnig námi í tónvísindum og kórstjórn á meist­ara­stigi við Uni­versity of Ill­in­o­is í Banda­ríkj­un­um.

Árið 1981 var Hamrahlíðakórinn stofnaður í þeim tilgangi að veita brautskráðum nemendum áframhaldandi tækifæri að syngja undir stjórn Þorgerðar. Þúsundir íslenskra menntaskólanema hafa sungið með kórunum tveimur síðastliðna hálfa öld. Und­ir for­ystu Þor­gerðar hafa kór­arn­ir tveir haldið fjölda tón­leika inn­an­lands og komið fram í 23 lönd­um heims, meðal annars á mörg­um helstu kór­hátíðum ver­ald­ar í Evr­ópu, Asíu og Norður-Am­er­íku.

Þorgerður Ingólfsdóttir ásamt Hamrahlíðarkórnum á æfingu.
Þorgerður Ingólfsdóttir ásamt Hamrahlíðarkórnum á æfingu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þor­gerður þykir hafa unnið ómet­an­legt frum­kvöðuls­starf í tónlist og menn­ing­ar­upp­eldi og hefur hún hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín. Hún var meðal annars útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2012 og hlaut heiður­sverðlaun­ Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna árið 2013.

Ekki náðist í Þorgerði við vinnslu fréttarinnar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert