Kennir Þorgerði um verðlækkunina

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ráðherra landbúnaðar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ráðherra landbúnaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formaður Lands­sam­taka sauðfjár­bænda seg­ir óþolandi að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir land­búnaðarráðherra stilli bænd­um upp gegn neyt­end­um. Hann seg­ir að tíma­bund­in út­flutn­ings­skylda myndi ekki leiða til lægra verðlags og bitna á neyt­end­um. Þá lýs­ir formaður­inn einnig því viðhorfi sínu að Þor­gerður Katrín hafi með aðgerðal­eysi sínu í sum­ar valdið því að afurðaverð til bænda sé „mun lægra“ en ann­ars hefði verið.

Odd­ný Steina Vals­dótt­ir bregst á Face­book síðu sinni við til­lög­um Þor­gerðar Katrín­ar, sem ætlað er að leysa þann vanda sem steðjar að sauðfjár­rækt­inni. Þor­gerður Katrín hef­ur sagt að tími sé kom­inn á aðgerðir sem leiði ekki af sér end­ur­tekið efni. Hún hafi því reynt að nálg­ast vand­ann á ann­an hátt en áður.

Meg­in­mark­mið til­lag­anna er að fækka sauðfé um 20%. Það á meðal ann­ars að gera með því að greiða bænd­um fyr­ir að hætta sauðfjár­rækt eða minnka við sig.

Vildu út­flutn­ings­skyldu

Lands­sam­tök sauðfjár­bænda og Bænda­sam­tök Íslands hafa gangrýnt til­lög­un­ar að hluta og segja þær ekki taka á þeim vanda sem felst í upp­söfnuðum birgðum kjöts. Bænda­sam­tök­in lýstu til dæm­is þeirri skoðun sinni að gera hefði átt afurðastöðvum kleift að taka sam­eig­in­lega ábyrgð á út­flutn­ingi kinda­kjöts.

„Þær hug­mynd­ir hafa ekki fengið braut­ar­gengi og staðan því óbreytt. Hætt­an er sú að þær aðgerðir sem land­búnaðarráðherra nú legg­ur til séu ekki næg­ar og verði aðeins til þess að draga ástandið á lang­inn.“

Bændur fá 25-35% lægra verð en í fyrra, fyrir afurðir …
Bænd­ur fá 25-35% lægra verð en í fyrra, fyr­ir afurðir sín­ar. Mynd af Face­book síðu Segl­búð

Seg­ir ráðherra bera ábyrgð á lægra verði

Odd­ný harm­ar í pistli sín­um að ekki hafi náðst að leggja fram til­lög­ur sem bænd­ur geti staðið að ásamt stjórn­völd­um. Hún sak­ar Þor­gerði Katríu um að hafa „látið sum­arið líða“ án þess að bregðast við. „Það hef­ur kostað það að verðin [sic] sem okk­ur bænd­um bjóðast nú í haust eru mun lægri en ann­ars hefði orðið. Þau eru núna þau lægstu í Evr­ópu að Rúm­en­íu frá­tal­inni.“ Hætt sé við að grein­in verði leng­ur að vinna sig út úr vand­an­um en ella.

Odd­ný seg­ir að tvennt í viðtali RÚV við Þor­gerði Katrínu um til­lög­urn­ar geti hún ekki fellt sig við. „Í fyrsta lagi að seg­ir ráðherra að út­flutn­ings­skylda muni koma niður á neyt­end­um. Það var aldrei farið fram á var­an­lega út­flutn­ings­skyldu og hvað þá að henni yrði beitt á þann hátt að sú aðgerð myndi leiða til hækk­andi verðlags, þannig sú full­yrðing stenst eng­an veg­inn og reynd­ar er óþolandi að okk­ur bænd­um sé stillt upp gegn neyt­end­um með þess­um hætti.“

Hún seg­ir að bænd­ur hafi ein­göngu farið fram á út­flutn­ings­skyldu sem tíma­bundna aðgerð til að hægt sé að vinna sig út úr ástand­inu.

Þor­gerður Katrín nefndi í viðtal­inu að bænd­ur hefðu farið fram á 200 millj­ón­ir til að ráðast í markaðsátak.

Odd­ný seg­ir að það sé rétt en að slíkt átak væri jafn­vel óþarft ef ráðherra væri til­bú­inn að leggja út­flutn­ings­skyldu á afurðastöðvarn­ar. „Það er hins veg­ar látið hjá líða að nefna að bænd­ur komu fram með til­lögu um út­tekt á ferl­inu frá bónda til neyt­enda og til­lögu um aukna áherslu á verk­efni á sviði lofts­lags­mála, þær til­lög­ur er ráðherra nú til­bú­inn að eigna sér. Til­lög­ur sem bænd­ur lögðu fram í þessu ferli voru alltaf um það bil helm­ingi ódýr­ari en þær til­lög­ur sem ráðherra legg­ur fram nú,“ skrif­ar Odd­ný.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka