Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í gær nýja skipun fulltrúa í samninganefnd ríkisins. Meðal þeirra sem sitja í stjórn samninganefndarinnar er Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR, en Ólafía er aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
Gunnar Björnsson skrifstofustjóri er áfram formaður nefndarinnar og Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður. Guðrún Ragnarsdóttir verður talsmaður nefndarinnar og ber ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla. Unnur Ágústsdóttir er fulltrúi heilbrigðisráðherra og Þórlindur Kjartansson fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra í stjórn SNR.