Ólafía í stjórn SNR

Ólafía B. Rafnsdóttir hefur verið skipuð í samninganefnd ríkisins.
Ólafía B. Rafnsdóttir hefur verið skipuð í samninganefnd ríkisins.

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, kynnti í gær nýja skip­un full­trúa í samn­inga­nefnd rík­is­ins. Meðal þeirra sem sitja í stjórn samn­inga­nefnd­ar­inn­ar er Ólafía B. Rafns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður VR, en Ólafía er aðstoðarmaður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Gunn­ar Björns­son skrif­stofu­stjóri er áfram formaður nefnd­ar­inn­ar og Guðmund­ur H. Guðmunds­son vara­formaður. Guðrún Ragn­ars­dótt­ir verður talsmaður nefnd­ar­inn­ar og ber ábyrgð á sam­skipt­um og upp­lýs­inga­gjöf til fjöl­miðla. Unn­ur Ágústs­dótt­ir er full­trúi heil­brigðisráðherra og Þórlind­ur Kjart­ans­son full­trúi mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra í stjórn SNR.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert