Sló dóttur sína með fartölvu

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Bandarísk kona var í dag dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir að beita 13 ára dóttur sína ofbeldi á hótelherbergi í Reykjavík. Ofbeldið átti sér stað á þann 14. ágúst en ákæra var gefin út á mánudag.

Fram kemur í dómnum að konan hafi beitt dóttur sína „ofbeldi, líkamlegum refsingum, ógnunum og sýnt henni yfirgang og ruddalegt athæfi.“ Hún hafi slegið dóttur sína með rafsígarettu í höfuðið og með fartölvu í hægra hnéð, svo fátt eitt sé nefnt. Hún dró meðal annars glerbrot eftir andliti dóttur sinnar.

Stúlkan hlaut kúlu og eymsli á aftanvert höfuð, marblett á hægra hné og tvær rispur á enni. Konan gerðist með athæfi sínu bæði brotleg við almenn hegningarlög og barnaverndarlög.

Konan játaði brot sín og fram kemur í dómnum að verjandi hafi gert grein fyrir því að konan hafi leitað sér aðstoðar eftir atvikið vegna áfengis- og vímuefnavanda.

Fangelsisrefsingin fellur niður ef konan, sem var ferðamaður á Íslandi, heldur almennt skilorð næstu tvö árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert