„Þetta er ekki besti tíminn“

Hér má sjá hvernig lögnin mun liggja.
Hér má sjá hvernig lögnin mun liggja. Ljósmynd/Veitur

„Við vilj­um síst fara í svona fram­kvæmd­ir á há­anna­tíma,“ seg­ir Bjarni Stef­áns­son svæðis­stjóri hjá Vega­gerðinni. Veit­ur hefja á þriðju­dag­inn fram­kvæmd­ir við lagn­ingu nýrr­ar vatns­lagn­ar und­ir Kringlu­mýr­ar­brut, við gatna­mót Miklu­braut­ar. Bú­ist er við mikl­um um­ferðart­öf­um vegna þessa en leyfi Vega­gerðar­inn­ar fyr­ir fram­kvæmd­un­um miðaði við að ráðist yrði í verkið í sum­ar.

Í til­kynn­ingu frá Veit­um seg­ir að veru­lega verði þrengt að um­ferð um Kringlu­mýr­ar­braut næstu tvær vik­urn­ar, eða frá 12. til 26. sept­em­ber. „Með nýrri lögn er rekstr­arör­yggi vatns­veit­unn­ar aukið og komið er til móts við aukna þörf á köldu vatni vegna þétt­ing­ar byggðar í vest­ur­hluta borg­ar­inn­ar, m.a. til bruna­varna,“ seg­ir á vef Veitna. Haf­ist verður handa við þver­un göt­unn­ar á þriðju­dag.

Mest um­ferð í sept­em­ber

Í gögn­um Vega­gerðar­inn­ar má sjá að und­an­far­in tvö ár hef­ur sept­em­ber verið sá mánuður þar sem um­ferð um þrjár helstu stof­næðar höfuðborg­ar­svæðis­ins er mest. Viðmæl­end­ur mbl.is eru sam­mála um að einna mest mæði á gatna­mót­um Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Miklu­braut­ar, þegar horft er til um­ferðar á há­anna­tím­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Við gatna­mót­in mynd­ast gjarn­an lang­ar raðir bæði á morgn­anna og síðdeg­is.

Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust frá Vega­gerðinni, sem veit­ir heim­ild til fram­kvæmd­ar­inn­ar, að á það hafi verið lögð áhersla að verkið yrði unnið að sumri til. Töf hafi hins veg­ar orðið á verk­inu og það sé „mjög baga­legt“.

Bjarni Stef­áns­son, deild­ar­stjóri hjá Vega­gerðinni, seg­ir í sam­tali við mbl.is, að Vega­gerðin vilji síst að fram­kvæmd­ir sem þess­ar séu unn­ar á þess­um árs­tíma. Erfitt sé hins veg­ar fyr­ir Vega­gerðina að setja sig gegn verk­inu þó það hitti á þenn­an tíma – enda sé þetta verk sem þurfi að ráðast í. „Þetta er ekki besti tím­inn.“

Fram­kvæmda­tím­inn, þar sem um­ferð verður skert, er áætlaður tvær vik­ur. Bjarni seg­ir að menn hafi við þetta mat horft til þess þegar Mikla­braut var tek­in í sund­ur með sam­bæri­leg­um hætti í fyrra.

Hér gefur að líta umferðartafir á Miklubraut. Skorað er á …
Hér gef­ur að líta um­ferðartaf­ir á Miklu­braut. Skorað er á fólk að gefa sér góðan tíma í ferðalög til og frá vinnu, næstu tvær vik­urn­ar. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Taf­ir skýra seink­un­ina

Ólöf Snæhólm, upp­lýs­inga­full­trúi Veitna, seg­ir að henni sé ekki kunn­ugt um hvort unnið verður nótt sem dag við verkið. Hún seg­ir að marg­vís­leg­ar taf­ir hafi valdið því að verkið í heild hafi taf­ist, svo sem „leyf­is­mál, af­hend­ing á efni frá byrgja í Frakklandi og sum­ar­leyfi.“ Eitt og annað hafi komið til. Verið sé að end­ur­nýja lögn sem lögð var árið 1962 og mark­miðið sé að tryggja af­hend­ingu á vatni í Vest­ur­bæ.

Hún seg­ir að verktak­inn muni halda eins ak­rein­um eins mikið opn­um og mögu­legt sé. „Við reyn­um að gera þetta á sem skemmst­um tíma.“

Hvetja fólk til að hjóla eða ganga

Ómar Smári Ármanns­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að mestu um­ferðartaf­irn­ar verði iðulega fyrst á haust­in, eða þar til fólk átti sig á um­fangi um­ferðar­inn­ar og gefi sér meiri tíma. „Þegar líður á sept­em­ber leit­ar þetta jafn­væg­is.“ Hann seg­ir að bíl­um hafi fjölgað gíf­ur­lega á und­an­förn­um miss­er­um og árum og bú­ast megi við töf­um. „Þetta mun reyna á lang­lund­ar­geðið. Við hvetj­um fólk til að sýna þol­in­mæði og gefa sér tíma.“

Hann hvet­ur fólk til að nota tvo jafn­fljóta til ferða eða reiðhjól. Hann seg­ir að lög­regl­an hafi ekki skoðun á því hvenær ráðist sé í fram­kvæmd­ir sem þessa en að þeir muni bregðast við með því að hafa lög­reglu­menn á staðnum þegar þurfa þykir.

Betra seint en aldrei

Þór­hild­ur Elín El­ín­ar­dótt­ir, sam­skipta­stjóri hjá Sam­göngu­stofu, seg­ir að aðal­atriði sé að fólk muni kom­ast heilt á áfangastað. Til­gang­ur stofn­un­ar­inn­ar sé að stuðla að ör­yggi í um­ferðinni. „Þetta er vissu­lega ekki æski­leg­asti tím­inn til að fara í svona stór­felld­ar fram­kvæmd­ir en okk­ar verk­efni er að stuðla að um­ferðarör­yggi. Í því felst meðal ann­ars að sýna til­lits­semi.“ Hún minn­ir á að hægt sé að grípa til annarra um­ferðarmáta, til að spara tíma og draga úr um­ferð, og nefn­ir reiðhjól og stræt­is­vagna. Mik­il­væg­ast sé þó að sýna til­lits­semi og þol­in­mæði. „Það er betra að kom­ast seint á áfangastað en aldrei.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert