20 tonna trukkur festist í sprungu í Langjökli á fimmtudag. Fjöldi þýskra ferðamanna var um borð í trukknum sem var á vegum Mountaineers of Iceland. Sleipnir ný jöklarúta, sem er umtalsvert stærri og vegur 27 tonn, átti leið hjá og gat dregið trukkinn upp.
mbl.is var á staðnum og náði myndskeiði af því þegar trukkurinn var dreginn upp. Engum varð meint af og gekk aðgerðin vel.
Nánar verður fjallað um Sleipni á mbl.is og í bílablaði Morgunblaðsins eftir helgi.