Áfengisgjald á léttvíni hækkar

Fyrirhugað er að samræma áfengisgjald af léttvíni og bjór.
Fyrirhugað er að samræma áfengisgjald af léttvíni og bjór. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi síðar í dag er fyrirhugað að samræma áfengisgjald af léttvíni við það gjald sem lagt er á bjór. Þá hækkar áfengisgjald á hvern sentilítra af léttvíni úr 106,8 kr. í 119,85 kr. og yrði þar með jafnt áfengisgjaldi á bjór eftir 2,2% verðlagsuppfærslu.

Aðgerðin hækkar áætlaðar tekjur ríkissjóðs sem nemur 350 m.kr. árið 2018 og áhrif þess á vísitölu neysluverðs eru talin 0,04% til hækkunar. Þessar tvær aðgerðir taka gildi í ársbyrjun 2018. 

Áætlaðar tekjur af áfengisgjaldi eru 18,9 milljarðar króna á næsta ári sem er 300 milljóna hækkun frá fjármálaáætlun. Þá eru tekjur af tóbaksgjaldi áætlaðar um 6,4 milljarðar á næsta ári sem er lækkun frá fjármálaáætlun. Dregið hefur verulega úr tóbakssölu á yfirstandandi ári og innheimta gjaldsins á fyrra helmingi árs er 300 milljónum undir áætlun. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í tóbaksneyslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert