Heildafjárheimild til trúmála fyrir árið 2018 er áætluð rúmlega 6.5 milljarðar og lækkar um 67.2 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 168.8 milljónum til hækkunar og valda því að útgjöld ríkisins vegna trúmála hækka um 101.6 milljónir.
Framlag til kirkjugarða verður aukið um 9 milljónir í samræmi við samkomulag um reiknilíkan fyrir framlaginu en til voðbótar kemur launa- og verðlagshækkun.
Fjárheimild málaflokksins er lækkuð um 76.2 milljónir til að uppfylla aðhaldskröfu gildandi fjármálaáætlunar eftir að hluta útgjaldasvigrúms málefnasviðsins til nýrra verkefna hefur verið nýtt til að mæta hluta aðhaldskröfunnar.
Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs, kristnisjóðs og kirkjugarða. Þá fellur undir trúmál úthlutun sóknargjalda til safnaða Þjóðkirkjunnar og skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga.
Sjá frétt mbl.is: Viðskiptaráð telur rétt að ríkissjóður selji 22 kirkjur