Hugnast ekki að Alþingi setji lög um einstök mál

Sigríður K. Andersen
Sigríður K. Andersen mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst óheppilegt að þingmenn haldi að það sé réttarríkinu til framdráttar að grípa fram í með þeim hætti að setja bara lög um afgreiðslu einstakra mála. Mér hugnast ekki sú aðferðafræði.“

Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um fyrirhugað frumvarp Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, sem veitir hælisleitendunum Haniye Maleki og Mary íslenskan ríkisborgararétt.

„Ég tel það ákaflega óheppilegt ef menn ætla að grípa fram fyrir hendurnar á faglegum stjórnsýslunefndum og stjórnsýslustofnun sem hafa unnið mál sín með ekkert annað að leiðarljósi en lögin, sem þingmenn eru nýbúnir að samþykkja, og sjónarmið barna og allra hlutaðeigandi alltaf í huga ásamt öðrum alþjóðlegum skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur,“ segir Sigríður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert