Útgjöld til varnarmála hækka um 342 milljónir

NATO herskip í Reykjavíkurhöfn síðasta sumar. Heildarútgjöld vegna öryggis- og …
NATO herskip í Reykjavíkurhöfn síðasta sumar. Heildarútgjöld vegna öryggis- og varnarmála hækka um 342 milljónir. mbl.is/Árni Sæberg

Útgjöld vegna öryggis- og varnarmála koma til með að hækka um 22% samkvæmt nýbirtu fjárlagafrumvarpi næsta árs. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir næsta ár er áætluð 1891 milljónir króna og hækkar um 287.5 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 54,5 milljónum króna

Gangi frumvarpið eftir munu heildargjöld ríkisins vegna öryggis- og varnarmála nema 1.891 milljónum króna samanborið við tæpar 1550 milljónir í ár. 

Fjárheimild til öryggis- og varnarmála er er aukin um 215 milljónir króna á ársgrundvelli í samræmi við markmið í málaflokknum og aðgerðir sem verða alfarið á borgaralegum forsendum. Markmiðin líta að því að tryggja að ávallt séu til staðar á Íslandi trúverðugar og sýnilegar varnir sem byggja á alþjóðasamstarfi, að tryggja rekstur og viðhald íslenska loftvarnakerfisins og annarra kerfa og mannvirkja á Íslandi og að tryggja að til staðar sé fullnægjandi gistiríkjastuðningur, viðbúnaðargeta og öryggi til þess að taka á móti liðsauka á friðartímum sem og hættu- eða ófriðartímum ef þörf krefur

Aukinni fjárheimild er í fyrsta lagi ætlað að kosta borgaralega sérfræðinga til verkefna hjá NATO og mögulega að fjölga sérfræðingastöðum. Í öðru lagi stendur til að verja hluta af aukinni fjárheimild í átakssjóði NATO sem samræmast áherslum íslenskra stjórnvalda og forgangsmálum bandalagsins. Í þriðja lagi er henni ætlað að efla gistiríkjastuðning og framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli og í fjórða lagi kemur aukin fjárheimild til vegna kostnaðar við þjóðaröryggisráð. Þjóðaröryggisráð var stofnað fyrir rúmu ári og hefur einu sinni komið saman. 

Gangi frumvarpið eftir verða útgjöld vegna öryggis- og varnarmála helmingi hærri á næsta ári en þau voru árið 2016. Útgjöld til rannsókna og vísindastarfs dragast aftur á móti saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert