Verður að ganga jafnt yfir alla

„Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af.“

Þetta sagði Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, í kvöldfréttum Stöðvar 2, vegna frétta af málum tveggja stúlkna sem til stendur að vísa úr landi ásamt foreldrum sínum eftir að hafa verið synjað um hæli hér á landi. Þorsteinn sagði stofnunina standa við málsmeðferð sína í málunum tveimur. Stofnunin fari að lögum.

Samfylkingin hefur boðað frumvarp um að stúlkunum íslenskan ríkisborgararétt en Þorsteinn sagði að Útlendingastofnun telji óeðlilegt að gripið sé með þeim hætti fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem ná til einstaklinga og gangi ekki jafnt yfir alla.

„Okkur finnst fullkomlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ sagði Þorsteinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert