Forstjóri og formaður stjórnar Hörpu eru sammála um að fara þurfi yfir rekstur Hörpu.
Viðhald og fasteignagjöld eru að sliga starfsemina og tapið í fyrra var 24% meira en árið á undan.
„Miðað við þær forsendur sem blasa við, þá er það mat fráfarandi stjórnar og mitt sömuleiðis að það þurfi að endurskoða rekstrargrundvöllinn í heild sinni,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í umfjöllun um fjárhagsvanda tónlistarhússins í Morgunblaðinu í dag.