Fjárfestar áforma nýbyggingar við hlið gömlu mjólkurstöðvarinnar á Snorrabraut 54. Hugmyndir eru um samtengda nýbyggingu vestan og sunnan við húsið. Munu nýbyggingar og gamla húsið mynda heild.
+Arkitektar hafa lagt fram umsókn í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vegna málsins. Umsóknin varðar breytingu á deiliskipulagi svonefnds Heilsuverndarreits. Í umsókninni fólst gerð nýbyggingar með verslun, þjónustu og hóteli. Munu íbúðir einnig koma til greina.
Samkvæmt fasteignaskrá var húsið byggt 1929. Hönnuður hússins var Einar Erlendsson húsameistari. Líkindi eru með byggingunni og Héraðsskólanum í Reykholti, sem teiknaður var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins. Einar var aðstoðarmaður Guðjóns á þessum tíma og síðar húsameistari ríkisins.