Benedikt veitti Hjalta meðmæli

Benedikt Sveinsson.
Benedikt Sveinsson.

Ég skrifaði und­ir bréfið og hef ekki vitað af mál­inu síðan, fyrr en það kom til op­in­berr­ar um­fjöll­un­ar nú í sum­ar,“ seg­ir Bene­dikt Sveins­son kaup­sýslumaður í yf­ir­lýs­ingu til fjöl­miðla en hann var einn þeirra sem veittu Hjalta Sig­ur­jóni Hauks­syni, dæmd­um barn­aníðingi, meðmæli vegna um­sókn­ar þess síðar­nefnda um upp­reist æru.

Bene­dikt, sem er faðir Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að í ljósi alls sem komið hafi fram að und­an­förnu vilji hann biðja þá sem eigi um sárt að binda vegna máls Hjalta af­sök­un­ar á því að hafa veitt hon­um aðstoð vegna um­sókn­ar­inn­ar. Hjalti hafi komið með bréfið til hans á síðasta ári til­búið til und­ir­rit­un­ar.

„Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son var um tíma tengd­ur kunn­ingja­fólki okk­ar hjóna frá skóla­ár­um. Hann hef­ur í nokk­ur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjár­hags­mála eða í tengsl­um við at­vinnu­leit. Eng­in önn­ur tengsl hafa verið á milli okk­ar.“

Bene­dikt seg­ist ekki hafa rætt bréfið við nokk­urn mann, hvorki inn­an stjórn­kerf­is­ins né ann­ars staðar. Þá hafi hann ekki verið spurður frek­ar út í málið. All­ur aðdrag­andi og um­búnaður máls­ins hafi verið með þeim hætti að verið væri að ganga frá forms­atriði fyr­ir um­sókn til stjórn­sýsl­unn­ar.

„Ég hef aldrei litið svo á að upp­reist æru væri annað en laga­legt úrræði fyr­ir dæmda brota­menn til að öðlast að nýju til­tek­in borg­ara­leg rétt­indi. Sá hug­ur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagn­vart fórn­ar­lambi hans. Hjalta hef ég sagt að horf­ast í augu við gjörðir sín­ar og iðrast þeirra.“ Yf­ir­lýs­ing­unni lýk­ur á þess­um orðum:

„Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmd­an mann hef­ur snú­ist upp í fram­hald harm­leiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aft­ur af­sök­un­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert