Sérsveitin leitar manns í Breiðholti

Sérsveitin var kölluð út til að leita mannsins, en hann …
Sérsveitin var kölluð út til að leita mannsins, en hann var með hníf í hendi. mbl.is/Júlíus

Sérsveit ríkislögreglustjóra leitar nú að manni sem settist í aftursæti á bifreið við Vesturberg um klukkan átta í morgun og sagði bílstjóranum, sem var á leið til vinnu, að keyra í burtu með sig þar sem glæpamenn væru á eftir sér. Maðurinn var með hníf í hendi. Fór hann út stuttu seinna, eða við Select í Breiðholti.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að lögreglan leiti nú mannsins. Vitni hafi sagt að hann hafi verið með hníf í hendi, en að hann hafi þó ekki haft í hótunum eða verið ógnandi.

Talið er að maðurinn sé á fertugsaldri og reynir lögreglan nú að átta sig á málinu sem er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert