„Það geta ekki allir keypt Teslur“

Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Golli

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði fjár­mála- og efna­hags­ráðherra í fyrstu umræðu um fjár­laga­frum­varpið hvort skatt­ur upp á tæpa fjóra millj­arða sem fel­ur meðal ann­ars í sér hækk­un á eldsneyt­is­gjöld­um eigi að slá á þenslu og tryggja stöðug­leik­ann í land­inu.

„Ég veit að þingmaður er sam­mála mér um að það er mik­il­vægt að varðveita þann góða ár­ang­ur sem náðst hef­ur. Með þessi ákveðnu gjöld lít ég svo á að þarna séum við fyrst og fremst að bregðast við lofts­lags­breyt­ing­um,” svaraði Bene­dikt Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

„Við erum að reyna að ná sem allra fyrst mark­miðum okk­ar að hér verði inn­lend­ir orku­gjaf­ar meg­in­orku­gjaf­ar í öku­tækj­um og von­andi líka í öðrum sam­göng­um, til dæm­is í skip­um í ná­inni framtíð. Það er mark­miðið frem­ur en tekju­öfl­un.“

Benedikt Jóhannesson á Alþingi í morgun.
Bene­dikt Jó­hann­es­son á Alþingi í morg­un. Ljós­mynd/​Skjá­skot

Sig­urður Ingi sagði þá að hækk­un­in muni leiða til þess að verðtryggðar skuld­ir al­menn­ings muni hækka. „Það geta ekki all­ir keypt Tesl­ur og keyrt 400 kíló­metra á raf­magni.“

Bene­dikt svaraði hon­um þannig að í jöfn­unni gleym­ist að á sama tíma veiti stjórn­völd íviln­an­ir til kaupa á bæði tvinn- og raf­knún­um bíl­um. Einnig sé stöðugt verið að byggja upp hleðslu­stöðvar. Hann tók fram að tækn­in sé dýr­ari núna en hún muni verða í framtíðinni, auk þess sem bíl­ar eigi eft­ir að verða lang­dræg­ari. „Við erum að reyna að stíga skref inn í hreinni framtíð.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert