Íslenski tónlistarbransinn rassskelltur

„Auðvitað hafa íslenskir tónlistarmenn notað búninga, aðrir hafa notað grafík og sumir hafa jafnvel dansað. En ég veit ekki um neinn sem hefur gert þetta allt saman í einu. Þannig að því leytinu er ég að fara að rassskella íslenska tónlistarbransann,“ segir poppstjarnan Páll Óskar um stórtónleika sína sem verða í tvennu lagi á morgun. 

mbl.is kom við í Laugardalshöllinni þar sem verið er að undirbúa tónleikana sem fara fram á morgun laugardag. Óhætt er að segja að sjón sé sögu ríkari því sviðsmyndin sem verið er að setja upp er gríðarlega umfangsmikil.

Hér má fá miða á viðburðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert