Forkostuleg viðbrögð að slíta samstarfinu

Páll styður afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins heilshugar
Páll styður afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins heilshugar mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það að ákveða þátt­töku eða slit á rík­is­stjórn­ar­sam­starfi í ein­hverri net­kosn­ingu að kvöldi til án þess að málið sé rætt eða farið yfir það með sam­starfs­fé­lög­um í rík­is­stjórn eru forkostuleg vinnu­brögð,“ seg­ir Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Mér finnst þetta sýna mikið ábyrgðarleysi og skil ég ekki hvernig stjórn­mála­flokk­ur sem tek­ur af­drifa­rík­ar ákv­arðanir með þess­um hætti á að telj­ast mark­tæk­ur,“ seg­ir Páll.

Kosn­ing­arn­ar leggj­ast vel í Pál en hann tel­ur að þær séu eina færa leiðin út úr þeirri stöðu sem kom­in er upp. „Það er ekk­ert annað að gera en að gera sig klár­an í bát­ana. Ég hlakka til að fara í kosn­ing­abar­átt­una með áherslu á að það sé til þess vinn­andi að hafa hér á landi sterka al­vöru stjórn­mála­flokka sem eru til þess tæk­ir og færir að halda hér traustu stjórnarfari og stöðugleika í efnahagsmálum. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa sýnt fram á það í gær og í dag að þeir eru ekki til þess bær­ir,“ seg­ir Páll.

Styður af­stöðu Bjarna heils­hug­ar

Páll styður formann Sjálf­stæðis­flokks­ins og þá af­stöðu sem hann tók í ræðu sinni í dag heils­hug­ar og tel­ur að kosn­ing­ar séu eina færa leiðin út úr þeirri stöðu sem upp er kom­in. „Bjarni lagði áherslu á að hon­um var mjög um­hugað um það í júlí, þegar hann hafði spurn­ir af aðkomu föður síns að umsagnarbréfi, að málið fengi ná­kvæm­lega sömu af­greiðslu og færi í sama far­veg og það mál sem þegar var farið af stað. Ég skil al­veg það sjón­ar­mið, að hon­um hafi þótt það eðli­leg­ast að það ætti ekki að víkja í neinu frá þeirri málsmeðferð sem þegar var búið að ákveða í hinum mál­inu. Eft­ir á að hyggja má vel segja sem svo að það hefði verið heppi­legra bæði fyr­ir hann í póli­tísku til­liti og fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn að leggja upp­lýs­ing­arn­ar á borðið um leið og þær lágu fyr­ir.“

Eng­in yf­ir­hylm­ing

„Ég skil ekki staðhæfingar um að ein­hver yf­ir­hylm­ing hafi átt sér stað. Það að setja málið í þenn­an far­veg er ein­fald­lega trygg­ing fyr­ir því að það sé rétt staðið að þessu enda komu ábend­ing­ar frá úr­sk­urðar­nefnd­inni um það að það skyldi fara leynt með ákveðnar prsónugreinanlegar upp­lýs­ing­ar í gögn­un­um og það mætti ekki birta þær af per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miðum. Það var ein­fald­lega verið að leita úr­sk­urðar þess­ar­ar nefnd­ar um hvort og með hvaða hætti og hversu mikið af þess­um gögn­um skyldi birt. Þetta var trygg­ing fyr­ir því að það væri farið að lög­um í þessu máli og í því felst eng­in til­raun til yf­ir­hylm­ing­ar á einu né neinu“

Æskilegt að kjósa í nóv­em­ber

Kjör­dag­ur hef­ur ekki enn verið ákveðinn en Páll á von á því að hann verði ákveðinn um helg­ina. Hann tel­ur æski­legt að flokk­arn­ir komi sér sam­an um að kosið verði í nóv­em­ber. Þannig gef­ist eðli­leg­ur tími til að haga mál­um Alþing­is fram að kjör­degi og und­ir­búa kosn­ing­ar­bar­áttu. „Flokk­arn­ir eiga eft­ir að gera þetta upp við sig en ef það verður ekki sam­komu­lag um kjör­dag­inn þá verður ein­fald­lega þingrof og þá þarf að efna til kosn­inga inn­an 45 daga frá því. Það er nátt­úr­lega einn kost­ur­inn en æski­leg­ast væri að menn geti komið sér sam­an um þetta þannig að hægt verði að und­ir­búa kosn­ing­ar með mannsæmandi hætti.“

Á ekki von á að fjár­lög verði af­greidd

„Mér finnst ólík­legt að fjár­lög­in verði af­greidd fyr­ir kosn­ing­ar en það hef­ur ekki verið tek­in nein ákvörðun um það eft­ir því sem ég best veit. Ef að þau verða af­greidd fyr­ir kosn­ing­ar þá verður það gert af starf­stjórn þar sem þessi rík­is­stjórn hverfur af sviðinu á morgun. Þetta verður hluti af því sam­komu­lagi sem for­ystu­menn flokk­anna þurfa að koma sér sam­an um og ræðst vænt­an­lega af kjör­deg­in­um. Ef það verður kosið fyrri hluta nóv­em­ber þá gefst næg­ur tími til að af­greiða fjár­lög­in eft­ir kosn­ing­ar. Þau liggja nú þegar fyr­ir og það er lög­bundið að það þurfi að af­greiða þau fyr­ir ára­mót.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert