Samþykki nýja stjórnarskrá fyrir þingrof

Birgitta Jónsdóttir les upp yfirlýsingu þingflokks Pírata.
Birgitta Jónsdóttir les upp yfirlýsingu þingflokks Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingflokkur Pírata skorar á aðra flokka á Alþingi að bregðast við ákalli forseta Íslands við þingsetningu og samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið.

„Opinberun á valdníðslu gagnvart þolendum kynferðisofbeldis hefur haft djúpstæð áhrif á okkur öll,“ segir í yfirlýsingunni Pírata. Framganga Bergs Þórs Ingólfssonar og annarra aðstandenda og þolenda kynferðisbrota sé birtingamynd þess hvernig einstaklingar geta haft áhrif og breytt samfélaginu.

„Við dáumst að hugrekki og heilindum þeirra sem stigið hafa fram.“

Framganga aðstandenda sýni að almenningur ræður og almenningur, fyrir fimm árum síðan, valdi nýja stjórnarskrá.

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur með framgöngu sinni sýnt fram á að hann er óstjórntækur.

Þingflokkur Pírata skorar því á alla aðra flokka á Alþingi að verða við þessu ákalli, sem og ákalli forseta Íslands við þingsetningu, og samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið og gengið til kosninga sem þarf að verða eins fljótt og auðið er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka