Birgitta hættir eftir kjörtímabilið

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef lofað sjálfri mér því að hætta eft­ir þetta kjör­tíma­bil, óháð lengd þess. Það er ekk­ert sem get­ur fengið mig til að skipta um skoðun.“

Þetta seg­ir Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, á Pírata­spjall­inu á Face­book. Hún seg­ist snort­in af bylgju hvatn­inga þvert á flokka og úr grasrót henn­ar um að bjóða sig fram aft­ur í næstu þing­kosn­ing­um sem kunna að verða í nóv­em­ber.

Vill ekki halda fólki í óvissu

„Ástæða þess að ég hef ekki viljað koma með þessa yf­ir­lýs­ingu strax er ein­fald­lega vegna þess að þessu kjör­tíma­bili er ekki lokið, þrátt fyr­ir að nú­ver­andi stjórn sé fall­inn. En það hef­ur verið ákall um að ég svari skýrt og af­ger­andi, bæði meðal fé­lags­manna sem og meðal okk­ar póli­tísku and­stæðinga,“ seg­ir Birgitta og bæt­ir við:

„Ég vil ekki halda fólki í óþarfa óvissu. Ég mun að sjálf­sögðu þrátt fyr­ir að vera ekki í fram­boði í næstu kosn­ing­um, halda áfram að berj­ast fyr­ir rétt­lát­ara sam­fé­lagi og þeim breyt­ing­um sem ég hef lagt þunga á að ná í gegn hér­lend­is sem og er­lend­is.“

Hafði áður hætt við að hætta

Birgitta lýsti því sama yfir í ág­úst í sum­ar. Þá sagði hún meðal ann­ars: „Það er ekki hollt að vera of lengi á þingi, sama hvað fólk seg­ir. Eng­inn er ómiss­andi og sann­ar­lega ekki ég. Mín bíða ótal verk­efni sem kraft­ar mín­ir nýt­ast bet­ur til en upp­lýsi um það nán­ar þegar nær dreg­ur.“

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2013 lýsti Birgitta því einnig yfir að næsta kjör­tíma­bil yrði henn­ar síðasta enda væri eng­um hollt að sitja meira en tvö kjör­tíma­bil á þingi. Hún skipti hins veg­ar um skoðun á síðasta kjör­tíma­bili á þeim for­send­um að koma þyrfti í veg fyr­ir að yf­ir­töku frjáls­hyggju­manna á Pír­öt­um sem hún taldi yf­ir­vof­andi.

Vill að Helgi Hrafn bjóði sig fram

Birgitta skor­ar enn­frem­ur á á Pírata­spjall­inu á Helga Hrafn Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi þing­mann Pírata, í dag að gefa kost á sér í næstu þing­kosn­ing­um fyr­ir flokk­inn. Helgi sat á Alþingi frá þing­kosn­ing­un­um 2013 en gaf ekki kost á sér áfram í kosn­ing­un­um fyr­ir ári.

Helgi Hrafn var einn þeirra sem gagn­rýndu Birgittu fyr­ir að hafa ákveðið að hætta við að hætta á þingi eft­ir síðasta kjör­tíma­bil. Þau um­mæli féllu í tengsl­um við mik­il átök inn­an Pírata fyrri hluta árs 2016 sem Helgi Hrafn líkti við að vera í of­beld­is­sam­bandi þar sem ekk­ert væri hægt að ræða af ótta við af­leiðing­arn­ar. Í kjöl­far þess ákvað hann að gefa ekki áfram kost á sér eft­ir á þingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert