Páll Rúnar M. Kristjánsson, hrl. og eigandi á Málflutningsstofu Reykjavíkur tjáir sig í dag um það á Facebook síðu sinni að upplýsingalög kveði á um skyldu til að afhenda tiltekin gögn með ákveðnum takmörkunum. Þau gögn skuli afhenda í heild eða hluta. Sá sem búi yfir gögnunum taki ákvörðun um afhendingu þeirra og ber ábyrgð á sinni ákvörðun. Sú ákvörðun geti verið lögmæt eða ólögmæt en telji aðili synjun óllögmæta getur hann leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála.
Páll segir jafnframt að úrskurðarnefnd upplýsingamála sé kærunefnd en ekki afgreiðslustofnun sem ákveði fyrir hönd opinberra aðila hvort að það sé rétt að afhenda gögn eða ekki heldur úrskurði nefndin um lögmæti ákvarðana og um möguleg brot á upplýsingaskyldu.
Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík tekur í sama streng í kaldhæðinni Facebook færslu þar sem hann vísar í newspeak, tungumál úr skáldsögu George Orwelle, eða nysprog eins og það var kallað í leikritinu 1984 sem nú er í sýningu í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar.