„Gamla dæmisagan um syndir feðranna“

Páll Magnússon segir að upplýsa hefði átt um málið í …
Páll Magnússon segir að upplýsa hefði átt um málið í júlí. mbl.is/Hanna

„Mér finnst að það hefði átt að meðhöndla þetta mál öðru­vísi í júlí,“ sagði Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í Silfr­inu á RÚV í morg­un. Hann sagði að upp­lýsa hefði átt um það, strax þegar ljóst var að Bene­dikt Sveins­son, faðir Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra, hefði skrifað und­ir um­sagn­ar­bréf fyr­ir Hjalta Sig­ur­jón Hauks­son, dæmd­an barn­aníðing.

„Það er mín skoðun að þegar það verður ljóst í júlí að faðir for­sæt­is­ráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi skrifað und­ir þetta um­sagn­ar­bréf, þá er ég þeirr­ar skoðunar að það hefði átt að segja frá því strax og ef menn teldu ein­hverja laga­lega ska­vanka á því þá, þá átti að reyna að fá Bene­dikt Sveins­son til að gera þetta bara að eig­in frum­kvæði. Þetta hefði verið bet­ur séð.“

Páll sagði jafn­framt að viðbrögð Sjálf­stæðis­flokks­ins hefðu virkað þannig út á við að verið væri að „svara mikl­um harmi með lag­astagli og form­leg­heit­um.“ Þetta yrði að vera lexía fyr­ir flokk­inn í því hvernig ætti að nálg­ast svona mál.

„Þetta segi ég í fullri auðmýkt. Við hefðum getað haldið bet­ur á þessu. Því að sann­ar­lega er það ekki svo­leiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki í Sjálf­stæðis­flokkn­um með barn­aníðing­um eða minni samúð með fórn­ar­lömb­um þeirra en hjá öðru al­menni­legu fólki. En fyr­ir marga virkaði þetta þannig að við vær­um að svara þessu með lag­astagli.

Páll sagðist þó hafa skiln­ing á því að Bjarni hafi ekki viljað meðhöndla mál Hjalta á ann­an hátt en mál Roberts Dow­ney, sem var þegar komið í ferli. Hann seg­ir vel hægt að rök­styðja það sjón­ar­mið en hann sé hins veg­ar ekki sam­mála því.

Aðspurður hvort þetta mál hafi ekki veikt Bjarna, svaraði Páll: „Það er smekks­atriði. Þetta er óþægi­legt mál fyr­ir hann. Þetta er gamla dæmi­sag­an um synd­ir feðranna.“ Hann sagði Bjarna hins veg­ar ekki hafa gert neitt af sér og hann hefði sagt að hann gæti aldrei varið þessa gjörð föður síns að skrifa und­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert