Gögn aftur til 1995 afhent

Dómsmálaráðuneytið hefur afhent fréttamönnum, sem eftir því höfðu óskað á grundvelli upplýsingalaga, gögn sem tengjast umsóknum um uppreist æru sem borist hafa ráðuneytum dómsmála frá árinu 1995. Málin varða samtals 27 einstaklinga.

Málin sem um ræðir varða ýmis brot. Þar á meðal kynferðisbrot, fíkniefnalagabrot, efnahagsbrot og manndráp. Gögin eru afhent í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál og hafa ákveðnar upplýsingar verið afmáðar í samræmi við hann.

Farið var fram á að fá gögnin afhent í tengslum við umræðu um uppreist æru sem verið hefur í gangi undanfarnar vikur og mánuði. Einkum í kjölfar þess að Robert Downey, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á sínum tíma, var veitt uppreist æru á síðasta ári.

Gögnin ná frá árinu 1995 og fram til síðasta árs en engar umsóknir um uppreist æru hafa verið afgreiddar á þessu ári eins og fram hefur komið í fréttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert