Sitji ekki lengur en í átta ár

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vegna þess hversu lítið samfélagið er á Íslandi er enn meiri þörf en í mörgum öðrum löndum að taka upp þá reglu hér að æðstu embættismenn sitji aðeins í átta ár,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður á vefsíðu sinni í dag. Hann segir hins vegar að greiða eigi æðstu embættismönnum landsins góð laun svo öflugt fólk veljist í embættin.

Jón Ásgeir vísar þar til þess að hann hafi unnið mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í maí þar sem úrskurðað hafi verið að íslenska ríkið hefði brotið gegn honum. Hann hafi síðan fengið bréf í lok ágúst frá dómstólnum þar sem honum hafi verið tilkynnt „að hinn brotlegi myndi una dómnum og hann stæði“.

„Munu menn axla ábyrgð? Mun Hæstiréttur axla ábyrgð á því að hafa brotið mannréttindi?“ spyr hann og bætir við að á Íslandi sé það stór galli á kerfinu að æðstu embættismenn axli aldrei ábyrgð heldur sitji áratugum saman í sömu störfum. Eina leiðin til að hindra að spilling og misnotkun valds grasseri í þjóðfélaginu sé að embættismenn sitji ekki lengur en átta ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert