Viðreisn verður í starfsstjórninni

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á fundinum í dag.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á fundinum í dag. mbl.is/Hanna

„Ráðgjaf­aráð Viðreisn­ar tel­ur að ráðherr­um flokks­ins sé rétt og skylt að verða við til­mæl­um for­seta Íslands um að sitja áfram í ráðuneyt­um sín­um, enda er þar byggt á langri stjórn­skipu­legri hefð á Vest­ur­lönd­um.“

Þetta kem­ur fram í álykt­un sem samþykkt var á fundi ráðgjaf­aráðs Viðreisn­ar sem yfir 40 manns sóttu og lauk síðdeg­is en Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, óskaði eft­ir því í gær að nú­ver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar sæti áfram sem starfs­stjórn fram að kosn­ing­um.

„Jafn­framt ít­rek­ar ráðið að nauðsyn­legt sé að embætt­is­færsla ráðherra í mál­um sem leiddu til stjórn­arslit­anna verði rann­sökuð og að niðurstaða liggi fyr­ir áður en gengið verður til kosn­inga,“ seg­ir enn frem­ur í álykt­un­inni.

Ráðgjaf­aráð Viðreisn­ar hafði áður lýst því yfir að Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og Sig­ríður And­er­sen dóms­málaráðherra yrðu að víkja úr rík­is­stjórn­inni á meðan rann­sókn á embætt­is­færsl­um þeirra færi fram.

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, benti á það í dag að öll skjöl sem fari fyr­ir for­seta Íslands til und­ir­rit­un­ar, þar á meðal um­sókn­ir um upp­reist æru, væru af­greidd á rík­is­stjórn­ar­fund­um. Tak­mark­an­ir vegna upp­lýs­ingalaga giltu ekki í þeim efn­um.

Ef ráðherr­ar hefðu áhuga á að kynna sér ein­staka þætti slíkra mála gætu þeir óskað eft­ir öll­um þeim skjöl­um sem þeir kysu og þar á meðal meðmæla­bréf­um um­sækj­enda. Fyr­ir vikið hafi all­ir ráðherr­ar jafn­an aðgang að gögn­un­um.

Frá fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar.
Frá fundi ráðgjaf­aráðs Viðreisn­ar. mbl.is/​Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert