Ráðherrum heimilt að kynna sér gögnin

Sigríður Andersen.
Sigríður Andersen. Eggert Jóhannesson

Öllum ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar er frjálst að kynna sér efni trúnaðarskjala vegna ákvörðunar um upp­reist æru, þ.m.t. for­sæt­is­ráðherra. Þetta kem­ur fram í aðsendri grein Sig­ríðar And­er­sen dóms­málaráðherra í Morg­un­blaðinu í dag.

Í grein­inni rek­ur Sig­ríður mál er varðar um­sögn föður for­sæt­is­ráðherra um um­sækj­anda um upp­reist æru, aðkomu sína og rík­is­stjórn­ar­inn­ar að mál­inu. Að sögn Sig­ríðar fer ákvörðun um upp­reist æru frá ráðuneyti, inn á borð rík­is­stjórn­ar og þaðan til for­seta. All­ir ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar geti kynnt sér þau skjöl sem þar búi að baki.

„Þegar af þeirri ástæðu get­ur það aldrei verið trúnaðar­brot að ræða slík mál við for­sæt­is­ráðherr­ann sem hafði heim­ild til að kynna sér öll þau gögn á sín­um tíma. Þar fyr­ir utan verða fagráðherr­ar að geta rætt við for­sæt­is­ráðherra í trúnaði og án tak­mark­ana. Annað væri fás­inna. For­sæt­is­ráðherra er þá bund­inn sama trúnaði og fagráðherr­ann í mál­inu. All­ur áburður um trúnaðar­brot af minni hálfu stenst ekki skoðun,“ seg­ir Sig­ríður í grein­inni, en hún seg­ir hug sinn hvíla hjá aðstand­end­um og brotaþolum.

Grein Sig­ríðar And­er­sen fer hér á eft­ir í heild sinni:

Upp­reist æru

Eft­ir Sig­ríði And­er­sen

Mál á borði ráðherra í hvaða ráðuneyti sem er eru jafn­an mörg en mis­mik­il að vöxt­um. Mörg eru ein­stök, eins og smíði laga­frum­varpa, en mörg eru hefðbund­in í þeim skiln­ingi að þau lúta að af­greiðslu er­inda sem til­teknu ráðuneyti er falið að af­greiða. Dæmi um hið síðar­nefnda er af­greiðsla um­sókna ein­stak­linga um upp­reist æru. Slík­ar um­sókn­ir ber­ast ráðuneyt­inu ár­lega og að meðaltali 1-2 af­greidd­ar á ári síðustu 30 ár.

Upp­reist æra er æva­fornt fyr­ir­bæri þótt hún sé sjald­an í frétt­um. Það er því skilj­an­legt að ekki sé öll­um ljóst hvað í henni felst og hvað í henni felst ekki. Í upp­reist æru felst ekki að viðkom­andi maður hafi ekki framið brot sitt. Í henni felst ekki að brotið hafi ekki verið al­var­legt. Í henni felst ekki einu sinni að brotið komi ekki leng­ur fram á saka­vott­orði. Í upp­reist æru felst að dóm­ur um refs­ingu sem hef­ur verið afplánuð eft­ir þeim regl­um sem um það gilda hef­ur ekki sér­stök réttaráhrif leng­ur. Hinn dóm­felldi öðlast borg­ara­rétt­indi sín að nýju. Hann er jafn sek­ur um brot sitt og hann var áður.

Vél­ræn af­greiðsla

Á vor­dög­um fékk ég inn á mitt borð minn­is­blað frá sér­fræðing­um ráðuneyt­is­ins þar sem lagt var til við mig að leggja til við for­seta að til­tekn­um ein­stak­lingi yrði veitt upp­reist æra. Fram kom í minn­is­blaðinu að um­sækj­andi hefði lokið afplán­un dóms vegna kyn­ferðis­brots gegn barni fyr­ir um ára­tug. Einnig kom fram að meg­in­regl­an hvað varðar tíma­fresti eins og hún hafði verið í fram­kvæmd und­an­farna ára­tugi sé í 3. mgr. 85. gr., sem kveður á um 2 ár frá því að refs­ing er að fullu út­tek­in en ekki í 2. mgr. 85. gr. sem þó virðist vera meg­in­regla að lög­um og kveður á um 5 ára tíma­mark.

Við skoðun mína á mál­inu komst ég að þeirri niður­stöðu að fram­kvæmd við veit­ingu upp­reist­ar æru hefði ekki verið í sam­ræmi við lög­gjaf­ar­vilj­ann eins og hann var árið 1940 er lög­leidd voru þau ákvæði um upp­reist æru sem gilda í dag. Ég þekki hins veg­ar vel það sjón­ar­mið stjórn­sýsl­unn­ar að jafn­ræðis þurfi að gæta við af­greiðslu mála og að sam­bæri­leg mál fái sam­bæri­lega meðferð. Sjálfri fannst mér það einnig óeðli­legt að um­sagn­ir manna, sem ráðuneytið ósk­ar eft­ir til frek­ari staðfest­ing­ar á því að hegðun um­sækj­anda hafi verið góð á tíma­bil­inu, hafi ekki verið sér­stak­lega sann­reynd­ar með ein­hverj­um hætti þótt ekki væri nema með einu sím­tali til um­sagnaraðila.

Ég var upp­lýst um það að síðustu tveir for­ver­ar mín­ir hafi gert at­huga­semd­ir við það að öll­um um­sækj­end­um hafi verið veitt upp­reist æra óháð þeim brot­um sem þeir höfðu verið dæmd­ir fyr­ir. Hafi farið fram að ósk ráðherr­anna ít­ar­leg skoðun á þeim mögu­leika að synja er­ind­um til­tek­inna um­sækj­enda. Í ljósi jafn­ræðis­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar­ins væri ráðuneyt­inu ekki stætt á öðru en að leggja til við ráðherra að öll­um um­sækj­end­um sem upp­fylla laga­skil­yrði yrði veitt upp­reist æra.

Á þess­um tíma­punkti í byrj­un maí komst ég að þeirri niður­stöðu að ára­tuga­löng fram­kvæmd við veit­ingu upp­reist­ar æru hafi leitt til held­ur vél­rænn­ar af­greiðslu á um­sókn­um um upp­reist æru, því miður með vís­an til skráðra og óskráðra reglna stjórn­sýslu­rétt­ar­ins. Að mínu mati hef­ur stjórn­sýsl­an þannig borið lög­gjaf­ann of­urliði. Ég féllst ekki á þessa fram­kvæmd og hef ekki veitt nein­um upp­reist æru.

Upp­lýs­ing­ar um gögn

Hinn 15. júní er kveðinn upp Hæsta­rétt­ar­dóm­ur þar sem felld var niður svipt­ing lög­manns­rétt­inda Ró­berts Dow­ney. Var í rök­stuðningi dóms­ins vísað til þess meðal ann­ars að Ró­bert hefði fengið upp­reist æru 16. sept­em­ber 2016. Sam­dæg­urs hófst um­fjöll­un fjöl­miðla um fyr­ir­bærið upp­reist æra og hvernig um­sókn­ir um slíkt væru af­greidd­ar. Þrátt fyr­ir að ég hafi enga aðkomu átt að því máli veitti ég hins veg­ar viðtöl dag­inn eft­ir og sagði aðspurð að hefði málið komið inn á mitt borð hefði ég skoðað mál Ró­berts sér­stak­lega og vísaði um það til þeirra aðstæðna sem ég hafði verið í fyrr um vorið. Ég nefndi það líka að fram­kvæmd­ina þyrfti að end­ur­skoða og þá færi best á því að Alþingi kæmi að því. Ég óskaði svo strax eft­ir því í ráðuneyt­inu að tek­inn yrði sam­an listi yfir all­ar um­sókn­ir um upp­reist æru og af­drif þeirra síðustu ára­tug­ina en eng­inn töl­fræði hafði áður verið tek­in sam­an í þess­um mála­flokki. Afrakst­ur þeirr­ar vinnu, sem var tíma­frek, var listi aft­ur til árs­ins 1995 sem var birt­ur sam­stund­is á vefsíðu ráðuneyt­is­ins hinn 14. ág­úst.

Í kjöl­far þessa dóms Hæsta­rétt­ar óskuðu fjöl­miðlar eft­ir öll­um gögn­um í máli Ró­berts Dow­ney. Hinn 22. júní 2017 tók ráðuneytið þá var­færnu af­stöðu að hafna beiðni um af­hend­ingu gagn­anna með vís­an til þess að í þeim væru upp­lýs­ing­ar sem ekki væri heim­ilt að veita aðgang að. Var um þetta vísað meðal ann­ars til 9. gr. upp­lýs­ingalaga sem kveður á um að óheim­ilt sé að veita al­menn­ingi aðgang að gögn­um um einka- eða fjár­hags­mál­efni ein­stak­linga sem sann­gjarnt er og eðli­legt að leynt fari. Um leið var fjöl­miðlum leiðbeint um þann mögu­leika að bera þessa ákvörðun ráðuneyt­is­ins und­ir úr­sk­urðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál. Það gerði RÚV sam­stund­is. Því miður lá úr­sk­urður nefnd­ar­inn­ar ekki fyr­ir fyrr en tæp­um þrem­ur mánuðum síðar, hinn 11. sept­em­ber. Með úr­sk­urðinum var kveðið á um skyldu ráðuneyt­is­ins til að af­henda gögn­in en jafn­framt staðfest sú afstaða ráðuneyt­is­ins að í gögn­un­um væru upp­lýs­ing­ar sem ekki væri rétt að af­henda. Það ligg­ur því fyr­ir að hefði ráðuneytið af­hent gögn­in í sam­ræmi við kröfu fjöl­miðla hefði það brotið lög.

Viðbrögð ráðuneyt­is­ins við úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar voru þau að af­henda taf­ar­laust gögn­in þeim fjöl­miðlum sem óskað höfðu eft­ir. Rétt er að vekja at­hygli á því að ráðuneytið hefði getað óskað eft­ir því við nefnd­ina að fresta réttaráhrif­um úr­sk­urðar­ins í þeim til­gangi að bera hann und­ir dóm­stóla inn­an sjö daga eins og lög heim­ila. Jafn­vel þótt sitt­hvað í úr­sk­urðinum hafi orkað tví­mæl­is að mati ráðuneyt­is­ins, og ekki víst að dóm­stóll hefði kom­ist að ná­kvæm­lega sömu niður­stöðu og nefnd­in, var það ekki gert. Leynd­ar­hyggj­an var ekki meiri en svo.

Trúnaðarsam­tal við for­sæt­is­ráðherra

Allt þar til í síðustu viku hef ég ekki séð gögn í nokkru máli er lýt­ur að upp­reist æru og af­greidd hafa verið í ráðuneyt­inu fyr­ir mína tíð, utan frum­rits til­lögu til for­seta Íslands í máli Ró­berts Dow­ney. Ég óskaði aldrei eft­ir því og hafði ekki nokk­urn hug á að setja mig inn í ein­stak­ar embætt­is­færsl­ur for­vera minna. Hinn 21. júlí var ég hins veg­ar upp­lýst um það af ráðuneyt­is­stjóra, án þess að hafa eft­ir því leitað, að við skoðun eldri gagna hefði komið í ljós að meðal um­sagna í einu máli sem af­greitt hafði verið sama dag og um­sókn Ró­berts, hafi verið um­sögn föður for­sæt­is­ráðherra. Vik­urn­ar á und­an, í tengsl­um við mál Ró­berts Dow­ney, höfðu verið sagðar mis­vís­andi frétt­ir af því að for­sæt­is­ráðherra, sem þá var fjár­málaráðherra, hafi á ein­hvern hátt haft aðkomu að af­greiðslu máls­ins. Ég hafði ekki látið þær frétt­ir mig nokkru varða enda fyr­ir mína tíð í embætti.

Allt að einu, í ljósi þess­ara fjöl­skyldu­tengsla ráðherr­ans við einn um­sagnaraðila taldi ég rétt að ræða þetta við for­sæt­is­ráðherra. Hann kom af fjöll­um. Síðar var það staðfest að for­sæt­is­ráðherra hafði alls ekki gegnt stöðu inn­an­rík­is­ráðherra við af­greiðslu máls­ins í sept­em­ber 2016. Hann sat hins veg­ar rík­is­stjórn­ar­fund­inn sem af­greiddi málið til for­seta.

Ákvörðun um upp­reist æru fer frá ráðuneyti inn á borð rík­is­stjórn­ar og þaðan til for­seta. All­ir ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar geta kynnt sér þau skjöl sem búa þar að baki. Efni þeirra skjala er því ekki trúnaðar­mál fyr­ir þeim, hvað þá for­sæt­is­ráðherr­an­um sjálf­um. Þegar af þeirri ástæðu get­ur það aldrei verið trúnaðar­brot að ræða slík mál við for­sæt­is­ráðherr­ann sem hafði heim­ild til að kynna sér öll þau gögn á sín­um tíma. Þar fyr­ir utan verða fagráðherr­ar að geta rætt við for­sæt­is­ráðherra í trúnaði og án tak­mark­ana. Annað væri fás­inna. For­sæt­is­ráðherra er þá bund­inn sama trúnaði og fagráðherr­ann í mál­inu. All­ur áburður um trúnaðar­brot af minni hálfu stenst ekki skoðun.

End­ur­skoðun á lög­um er löngu haf­in

Frá því ég tók við embætti dóms­málaráðherra hef­ur eng­in um­sókn um upp­reist æru verið af­greidd. Þvert á móti gerði ég at­huga­semd við af­greiðslu þeirra mála eins og hún birt­ist mér við nán­ari skoðun. Ég hóf end­ur­skoðun á fram­kvæmd­inni nokkru áður en fjöl­miðlaum­fjöll­un um þessi mál hófst í júní. Ég kynnti í rík­is­stjórn 11. ág­úst að ég myndi leggja fram í haust frum­varp til laga sem af­næmi al­farið heim­ild til þess að veita upp­reist æru og um leið breyta nokkr­um tuga laga­ákvæða er kveða á um óflekkað mann­orð sem skil­yrði til ým­issa trúnaðarstarfa. Á opn­um fundi Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar í lok ág­úst lýsti ég sýn minni á nýtt fyr­ir­komu­lag um end­ur­heimt borg­ara­legra rétt­inda. Ég veit ekki til þess að nokk­ur ann­ar þingmaður hafi gert það op­in­ber­lega og hef ég þó margá­réttað við þing­menn sem hæst hafa látið að þeim er í lófa lagið að leggja fram frum­varp til laga um hvaðeina sem þeim dett­ur í hug. Ég hef einnig áréttað að mín­ar dyr í ráðuneyt­inu standi þeim ávallt opn­ar hafi menn ábend­ing­ar eða til­lög­ur sem gætu nýst við laga­breyt­ing­una. Ég hef ekki heyrt hvorki hósta né stunu frá öðrum þing­mönn­um að þessu leyti en ég hef þó ekki skynjað annað en að menn séu ánægðir með þá vinnu sem ég hóf í sum­ar. Þrátt fyr­ir sundr­ung í rík­is­stjórn­inni mun ég beita mér fyr­ir því að sú vinna haldi áfram í dóms­málaráðuneyt­inu.

Aðgát skal höfð í nær­veru sál­ar

Póli­tísk­ar ávirðing­ar tek ég ekki nærri mér. Stjórn­mála­menn mega bú­ast við nán­ast hverju sem er í þeim efn­um. Hitt tek ég þó afar nærri mér og finnst sárt, að menn ætli til viðbót­ar við hefðbund­in stjórn­mála­átök að brigsla mér og öll­um flokks­systkin­um mín­um um „gam­aldags“ leynd­ar­hyggju og yf­ir­hylm­ingu með kyn­ferðis­brota­mönn­um vegna þess eins að ráðuneyti mitt tók var­færna ákvörðun um birt­ingu viðkvæmra gagna. Höf­um í huga að ef per­sónu­vernd er rof­in verður það ekki aft­ur tekið en alltaf má bæta úr því ef upp­lýs­inga­gjöf er ekki nægi­leg.

Ég er mjög hugsi yfir þeirri kröfu fjöl­miðla að óska eft­ir gögn­um í þess­um mál­um. Ég er ekki í vafa um að birt­ing þess­ara gagna mun ýfa upp sár og valda mörgu fólki sál­ar­ang­ist. Brotaþolar finna sig mögu­lega knúna til þess að end­ur­meta af­stöðu sína til fólks sem þeir hafa aldrei átt neitt sök­ótt við. Fólks sem hef­ur ekk­ert annað til sak­ar unnið en að hafa viljað sýna vel­vilja í garð ná­ung­ans sem felst í því að gefa jafn­vel þeim sem hafa framið smán­ar­leg­ustu glæpi færi á öðru tæki­færi í líf­inu.

Aðstand­end­ur, brotaþolar og um­sagnaraðilar. Hinir dæmdu líka og aðstand­end­ur þeirra. Hug­ur minn er hjá öllu þessu fólki nú. Ég vona að í op­in­berri umræðu um birt­ingu gagna um þetta fólk muni eng­inn fara offari og að þegar fram líða stund­ir verði hægt að rifja hana upp án þess að valda mönn­um óþarfa þján­ing­um.

Höf­und­ur er dóms­málaráðherra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert