Dautt nagdýr reyndist vera í salatinu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakaði um helgina aðbúnað á veitingastað eftir að …
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakaði um helgina aðbúnað á veitingastað eftir að karlmaður sagðist hafa fundið dautt nagdýr í salati sem keypt var þar. Ekkert þykir þó benda til nagdýravanda á staðnum. Ljósmynd/Aðsend

Karl­maður leitaði sér aðstoðar á Land­spít­al­an­um eft­ir að hann varð var við dautt nag­dýr í sal­ati sem hann hafði keypt á veit­ingastað á höfuðborg­ar­svæðinu um nýliðna helgi. Í kjöl­farið var haft sam­band við Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur sem brást skjótt við og fram­kvæmdi út­tekt á veit­ingastaðnum og öll­um aðbúnaði þar.

„Veit­ingastaðnum var lokað um stund á meðan rann­sókn fór þar fram. Það er hins veg­ar ekki tal­in nein þörf á að hafa staðinn lokaðan áfram þar sem ekk­ert þykir benda til þess að þar sé nag­dýra­vanda­mál,“ seg­ir Óskar Ísfeld Sig­urðsson, deild­ar­stjóri hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur, í sam­tali við Morg­un­blaðið og bæt­ir við að rann­sókn at­viks­ins bein­ist því meðal ann­ars að hrá­efn­inu sjálfu.

 Nag­dýrið sent sér­fræðing­um

Aðspurður seg­ir Óskar nag­dýrið hafa verið sent í grein­ingu. „Þetta er ungi og hann hef­ur verið send­ur sér­fræðing­um til grein­ing­ar,“ seg­ir hann og bend­ir á að hann viti nokk­ur dæmi þess að aðskota­hlut­ir, s.s. lík­ams­hlut­ar dýra, hafi fund­ist í mat­væl­um sem flutt eru hingað til lands.

„Við vinn­um nú að því taka út aðbúnað hjá birg­in­um og kanna hvort um­rædd vara sé flutt hingað til lands fullpökkuð. Rann­sókn­in er því enn í gangi og end­an­leg viðbrögð okk­ar munu taka mið af niður­stöðum henn­ar,“ seg­ir Óskar enn frem­ur. Morg­un­blaðið hafði sam­band við inn­flutn­ingsaðila sal­ats­ins og sagðist sá harma at­vikið mjög, en fram­kvæmda­stjóri þar seg­ir þá hafa flutt inn vör­una án nokk­urra vand­ræða árum sam­an. „Heil­brigðis­eft­ir­litið hef­ur ekki farið fram á að þetta verði innkallað, það er ekk­ert í hendi með að þetta komi úr þessu spínati sem um ræðir,“ seg­ir hann og bæt­ir við að sal­atið sé flutt hingað í lokuðum umbúðum frá út­lönd­um. „Við tök­um svona mjög al­var­lega.“

Þá var einnig haft sam­band við for­svars­mann veit­ingastaðar­ins sem seg­ist vera í miklu áfalli yfir at­vik­inu. „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Miðað við kröf­ur okk­ar um hrein­læti er þetta ótrú­legt,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert