Fagnar „fullnaðarsigri“

Skúli Mogensen forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen forstjóri WOW air. mbl.is/Rax

„Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Fyrirtæki hefur hætt við að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. 

Kom það þér á óvart að fyrirtækið skyldi hætta við að byggja sólarkísilverksmiðjuna?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Það var í rauninni með ólíkindum hvernig þetta hafði unnist fram að þessum punkti. Okkur hefur blöskrað hversu langt stóriðjan hefur komist,“ segir Skúli. 

Hvíti ramminn á myndinni sýnir lóðina á Grundartanga þar sem …
Hvíti ramminn á myndinni sýnir lóðina á Grundartanga þar sem til stóð að Silicor Materials reisti sólarkísilverksmiðju. Ekki verður af áformunum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert