Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

Oddný G. Harðardóttir á fundinum í morgun.
Oddný G. Harðardóttir á fundinum í morgun. mbl.is/Eggert

„Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir.

Þar svaraði hún fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði Sigríði hver hefði borið ábyrgð á tilraun til þess að „þagga niður og gera ekki opinber nöfn“ umsagnaraðila í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar.

Sigríður sagði að í spurningunni fælust ósannindi og að engin slík tilraun hefði verið gerð. Sagði hún það „afskaplega ómaklegt“ að saka hana eða sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins um þöggun þegar þeir hefðu það eitt að leiðarljósi að annast viðkvæm mál af eins mikilli kostgæfni og mögulegt væri. 

„Það verður ekki aftur tekið birti menn upplýsingar sem leynt eiga að fara en skortur á upplýsingum, það er alltaf hægt að bæta úr því og það var gert.”

Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert