Tryggjum að trampólín takist ekki á loft

Haustlægðir nálgast landið sem þýðir að trampólín eiga að fara …
Haustlægðir nálgast landið sem þýðir að trampólín eiga að fara í geymslu fljótlega. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Von er á tveim­ur haust­lægðum til lands­ins í vik­unni en sú fyrri kem­ur á morg­un. Veður­fræðing­ur hvet­ur fólk til þess að tryggja að trampólín tak­ist ekki á loft í seinni haust­lægðinni sem vænt­an­leg er á laug­ar­dag.

„Tíðin virðist ætla að verða rysj­ótt þessa vik­una, enda sækja hinar svo­kölluðu haust­lægðir nú að okk­ur. Við fáum senni­lega tvær slík­ar þessa vik­una. Sú fyrri kem­ur á morg­un og verður með mestu læt­in suðaust­an­lands. Sú síðari bank­ar svo upp á á laug­ar­dag­inn og gæti orðið öllu afl­meiri.

Það er því viss­ara fyr­ir okk­ur öll að huga að nærum­hverf­inu og koma í veg fyr­ir óþarfa tjón. Tryggj­um að trampólínið tak­ist ekki á loft og kom­um garðhús­gögn­un­um í var svo við get­um notið þeirra næsta sum­ar,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings Veður­stofu Íslands.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Veður­stof­unn­ar verður átaka­lítið veður í dag en í nótt mun hvessa á land­inu og fara að rigna. Suðaust­an­lands verður sér­stak­lega hvasst á morg­un þar sem vind­ur stend­ur af fjöll­um. Gæti meðal­vind­ur á slík­um stöðum náð 25 m/​s og hviður 35-40 m/​s. Einnig mun rigna tals­vert á Suðaust­ur­landi og Aust­fjörðum á morg­un.

Veður­spá­in fyr­ir næstu daga

Suðlæg átt, víða 3-8 m/​s. Bjart veður á köfl­um á norðaust­ur­horn­inu, rign­ing suðaust­an­lands í fyrstu, ann­ars skúr­ir. Hiti 9 til 17 stig, hlýj­ast NA-lands.
Vax­andi aust­læg átt í nótt, víða 10-18 í fyrra­málið og rign­ing á köfl­um, en allt að 25 m/​s suðaust­an­lands og tals­verð rign­ing. Snýst í suðaust­an 10-18 annað kvöld og stytt­ir upp norðan­lands.

Á miðviku­dag:
Aust­læg átt, víða 10-18 m/​s og rign­ing, en tals­verð rign­ing á Suðaust­ur­landi og Aust­fjörðum. Hiti 8 til 15 stig, hlýj­ast suðvest­an­lands. 

Á fimmtu­dag og föstu­dag:
Suðaust­an og aust­an kaldi eða strekk­ing­ur og rign­ing á köfl­um, en bjartviðri að mestu norðan- og norðaust­an­lands. Hiti 8 til 14 stig, hlýj­ast fyr­ir norðan. 

Á laug­ar­dag:
Útlit fyr­ir hvassa aust­læga átt með rign­ingu um allt land, einkum þó suðaust­an- og aust­an­lands. Hiti 8 til 15 stig. 

Á sunnu­dag og mánu­dag:
Suðlæg átt og skúr­ir, en létt­skýjað og þurrt á norðaust­ur­horn­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert