Ritaði Ísland undir mynd af Ríki íslams

Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. mbl.is/Þórður

Hæstirétt­ur Íslands hef­ur staðfest gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur yfir manni sem sótti um hæli hér á landi árið 2015.

Í úr­sk­urði héraðsdóms frá því á mánu­dag­inn kom fram að maður­inn skuli sitja í gæslu­v­arðhaldi allt til mánu­dags­ins 2. októ­ber.

Í grein­ar­gerð lög­reglu kom fram sam­kvæmt úr­sk­urði héraðsdóms að maður­inn sagðist vera frá Mar­okkó þar sem hann sagðist hafa setið í fang­elsi í fimm mánuði vegna þátt­töku sinn­ar í and­spyrnu­hreyf­ingu.

Ítrekuð af­skipti lög­reglu af mann­in­um

Mann­in­um var synjað um hæli hér á landi, síðast með ákvörðun kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála 26. janú­ar síðastliðinn. Unnið hef­ur verið að því að vísa hon­um á brott frá Íslandi og í því skyni hef­ur embætti rík­is­lög­reglu­stjóra verið í sam­skipt­um við yf­ir­völd í mót­tök­uland­inu.

Í grein­ar­gerðinni seg­ir að lög­regla hafi ít­rekað haft af­skipti af mann­in­um síðustu mánuði, meðal ann­ars vegna hót­ana og ann­ar­legr­ar hegðunar, of­beld­is og fíkni­efna­laga­brota.

mbl.is/​Hjört­ur

Mynd tengd Ríki íslams á Face­book

Svo­kallað ógn­ar­mat fór fram hjá embætti Rík­is­lög­reglu­stjóra vegna hans þar sem óskað var eft­ir upp­lýs­ing­um frá er­lend­um lög­gæslu­stofn­un­um. Við gerð mats­ins kom í ljós að maður­inn hafði birt mynd á Face­book-síðu sinni 1. ág­úst síðastliðinn tengda hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams og ritað Ísland und­ir mynd­ina.

Hótaði for­eldr­um sín­um

Einnig kom þar fram að maður­inn hafði villt á sér heim­ild­ir með því að leyna eft­ir­nafni sínu við ís­lensk yf­ir­völd.

Hann hafði gefið upp nokk­ur mis­mun­andi nöfn og út­gáf­ur af nafni sínu og annað fæðing­ar­ár, meðal ann­ars í Nor­egi, Belg­íu, Hollandi og Frakklandi.

Þá fylgdu einnig upp­lýs­ing­ar frá alþjóðleg­um lög­gæslu­stofn­un­um um að maður­inn hafi gerst sek­ur um þjófnaði í Nor­egi á ár­inu 2014, notað fölsuð ferðaskil­ríki í Hollandi, brotið út­lend­inga­lög í Frakklandi á ár­inu 2008, auk þess sem hann er skráður í mála­skrá lög­reglu í Mar­okkó fyr­ir of­beldi og hót­an­ir í garð for­eldra sinna árið 2012.

Niðurstaða ógn­ar­mats embætt­is Rík­is­lög­reglu­stjóra var sú að maður­inn sé brotamaður og fullt til­efni er fyr­ir lög­reglu að vinna í hans mál­um vegna „ógn­andi og und­ar­legs at­ferl­is hans“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert