41 umsókn um 8 dómarastöður

mbl.is/Ernir

Dómsmálaráðuneytinu hefur borist 41 umsókn um 8 stöður héraðsdómara sem auglýstar voru lausar til umsóknar 1. september sl. Umsóknarfrestur rann út 18. september.

„Dómsmálaráðherra [Sigríður Á. Andersen] hefur ákveðið að víkja sæti í málinu vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns. Telur hún að fyrir hendi séu aðstæður sem séu til þess fallnar að umsækjendur dragi óhlutdrægni hennar i efa. Hefur hún óskað eftir því við forsætisráðherra að öðrum ráðherra í ríkisstjórninni verði falin meðferð málsins. Dómnefnd um hæfni dómara sem starfar á grundvelli 4. gr.  a laga um dómstóla, nr. 15/1998, mun fá umsóknirnar til meðferðar,“ segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Ástráður hefur átt í málaferlum við ríkið vegna skipunar ráðherra á dómurum við Landsrétt.

Umsækjendur um dómaraembættin eru:

  1. Anna Kristín Úlfarsdóttir - yfirlögfræðingur hjá landbúnaðarsýslu norska ríkisins
  2. Anna Mjöll Karlsdóttir - yfirlögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu
  3. Arnaldur Hjartarson - aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn
  4. Arnar Þór Jónsson - lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
  5. Auður Björg Jónsdóttir - hæstaréttarlögmaður
  6. Ásbjörn Jónasson - aðstoðarmaður héraðsdómara
  7. Ásgeir Jónsson - hæstaréttarlögmaður
  8. Ásgerður Ragnarsdóttir - hæstaréttarlögmaður
  9. Ástráður Haraldsson - hæstaréttarlögmaður
  10. Bergþóra Ingólfsdóttir - hæstaréttarlögmaður
  11. Bjarnveig Eiríksdóttir - héraðsdómslögmaður
  12. Brynjólfur Hjartarson - lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
  13. Daði Kristjánsson - saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara
  14. Guðfinnur Stefánsson - aðstoðarmaður héraðsdómara
  15. Guðmundína Ragnarsdóttir - héraðsdómslögmaður
  16. Guðmundur Örn Guðmundsson - héraðsdómslögmaður
  17. Gyða Bergsdóttir - aðstoðarmaður héraðsdómara
  18. Hákon Þorsteinsson - aðstoðarmaður héraðsdómara
  19. Helgi Sigurðsson - hæstaréttarlögmaður
  20. Hrannar Hafberg - ráðgjafi Fiskistofu
  21. Indriði Þorkelsson - hæstaréttarlögmaður
  22. Ingiríður Lúðvíksdóttir - settur héraðsdómari
  23. Jón Þór Ólason - héraðsdómslögmaður og lektor við Háskóla Íslands
  24. Jónas Jóhannsson - hæstaréttarlögmaður
  25. Magnús Guðlaugsson - hæstaréttarlögmaður
  26. Nanna Magnadóttir - forstöðumaður úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál
  27. Ólafur Freyr Frímannsson - héraðsdómslögmaður
  28. Ólafur Karl Eyjólfsson - héraðsdómslögmaður
  29. Pétur Dam Leifsson - dósent við lagadeild Háskóla Íslands
  30. Ragnheiður E. Þorsteinssdóttir - héraðsdómslögmaður og lektor við Háskólann á Akureyri
  31. Sigurður Jónsson - hæstaréttarlögmaður
  32. Sonja María Hreiðarsdóttir - lögmaður hjá embætti borgarlögmanns
  33. Sólveig Ingadóttir - aðstoðarmaður héraðsdómara
  34. Stefán Erlendsson - héraðsdómslögmaður
  35. Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir - saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara
  36. Tómas Hrafn Sveinsson - hæstaréttarlögmaður
  37. Unnsteinn Örn Elvarsson - héraðsdómslögmaður
  38. Valborg Steingrímsdóttir - aðstoðarmaður héraðsdómara
  39. Þór Hauksson Reykdal - forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun
  40. Þórhildur Líndal - aðstoðarmaður héraðsdómara
  41. Þórir Örn Árnason - héraðsdómslögmaður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka