Tvöfalt fleiri sækja um hæli

67 hælisumsækjendur drógu umsóknir sínar til baka í ágústmánuði eða …
67 hælisumsækjendur drógu umsóknir sínar til baka í ágústmánuði eða létu sig hverfa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Útlendingastofnunar þar sem jafnframt kemur fram að fjöldi umsókna það sem af er septembermánuði sé 57.

Í ágúst sóttu 154 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi og var áberandi meirihluti umsækjenda ríkisborgarar frá Georgíu, 89 manns, og næstflestir frá Albaníu, 14 manns. Umsækjendur voru af 22 þjóðernum. Á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 71 prósent umsækjenda komi frá ríkjum á lista yfir örugg upprunaríki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert